25/02/2022 • Helgi Rúnar Einarsson

Einfaldaðu lífið og tryggðu öryggi rekstursins með Léttskýi

Það eru aðeins tvö atriði sem skipta raunverulega máli fyrir lítil fyrirtæki sem vilja ná árangri í rekstri: Einfaldleiki og öryggi.

Léttský er ný skýjalausn sem hentar litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem kjósa að útvista tæknimálunum og geta þannig einbeitt sér áhyggjulaus að daglegum rekstri.

Öryggisógnir steðja stöðugt að fyrirtækjum

Öryggisógnir á sviði upplýsingatækni eru af ýmsum toga og má þar nefna árásir óprúttinna aðila sem krefjast lausnargjalds, gagnastuld og öryggisbrot við meðferð á persónuupplýsingum sem geta haft í för með sér háar fjársektir ásamt því að grafa undan trausti viðskiptavina.

Ef mikilvægur búnaður eins og netþjónar eru geymdir í húsakynnum fyrirtækisins er sú hætta fyrir hendi að tölvukerfið verði fyrir tjóni af völdum eldsvoða, vatnsleka eða þjófnaðar með tilheyrandi niðritíma kerfa og mögulegu gagnatapi. Hýsing tölvukerfisins í skýjalausn tryggir að kerfin verði áfram starfhæf og aðgengileg jafnvel þótt áföll dynji yfir í húsakynnum fyrirtækisins.

Reglulegar uppfærslur auka öryggi tölvukerfisins

Bestu leiðirnar til að verjast tölvuárásum eru:

  • Að uppfæra hugbúnað og stýrikerfi reglulega

  • Vera með öfluga eldveggi

  • Aðgreina netkerfi

  • Vera með uppfærða vírusvörnsem veitir aukna vernd

  • Bregðast hratt við útgáfum (skyndiplástrum) og dreifa til að koma í veg fyrir skaða af völdum zero day veikleikum eins og t.d. log4j

  • Vera með örugga auðkenningu (MFA)

  • Tryggja að gögn séu afrituð örugglega

Hjá fyrirtækjum sem reka eigin tölvukerfi gleymist oft að setja öryggismálin í fyrsta sæti og uppfærslum ekki alltaf sinnt eins og best verður á kosið. Með því að hýsa tölvukerfið í skýinu er tryggt að uppfærslum sé sinnt samkvæmt bestu starfsvenjum (e. best practice).

Skýjalausn eykur öryggi

Útvistun kerfa og gagna í skýið dregur úr áhættu sem stafar af því að tæki séu skilin eftir á glámbekk, því að þá verður hvert tæki einungis lykill að öryggisgeymslunni en ekki öryggisgeymslan sjálf. Auðvelt er að vernda hvert tæki með dulritun, öruggum lykilorðum og tvíþættri auðkenningu (þar sem stafrænn kóði er sendur í skráð tæki sem viðbótaröryggisráðstöfun við innskráningu), svo jafnvel þótt tækið falli í rangar hendur glatast ekkert nema vélbúnaðurinn.

Skýjahýsing getur líka veitt fyrirtækinu aðgang að sérhæfðum öryggisnetkerfum, sem veitir öflugri vörn gegn DDoS álagsárásum. Lausnir af þessu tagi gera litlum fyrirtækjum kleift að njóta öryggis á heimsmælikvarða með því að virkja sameiginlegt afl fjölmargra þátttakenda á viðráðanlegu verði fyrir hvern og einn.

Léttský léttir lífið

Léttský Origo veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum heildstætt upplýsingatæknikerfi í einum einföldum pakka sem innifelur m.a.:

  • Office 365

  • Tölvupóst

  • Vírusvörn

  • Umsjón með endastöðvum

  • Notendaþjónustu

  • Hugbúnaðardreifing

  • Sjálfsafgreiðslulausnir s.s. þjónustugátt, endurræsing lykilorða og sjálfsafgreiðsla hugbúnaðar

Hafðu samband við Origo til að fá nánari upplýsingar um hýsingu með Léttský

Allt þetta er afritað sjálfkrafa í skýið.

Þannig þarft þú ekki að hafa áhyggjur af rekstri og viðhaldi tölvukerfisins, eins og að endurnýja leyfi, uppfæra hugbúnað og taka öryggisafrit af skrám. Þetta er allt gert fyrir þig, og aðstoð er í boði hvenær sem þörf er á.

Einföld uppsetning

Uppsetningin er mjög einföld: en þjónustan er sett upp á tölvum allra notanda á aðeins nokkrum mínútum. Einföld verðlagning sem felur í sér að hver notandi greiðir fasta mánaðarlega áskrift léttir störfin við gerð kostnaðaráætlunar. Eftir því sem fyrirtækið stækkar má síðan auðveldlega bæta við fleiri hugbúnaðarleyfum á netspjalli eða með einu símtali.

Það er í mörg horn að líta við rekstur fyrirtækja. Þess vegna bjóðum við Léttský til að auðvelda smærri fyrirtækjum að hefja rekstur án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kostnaði og flóknum tæknimálum.

Það tekur aðeins 15 mínútur að setja upp kerfið og að því loknu getur þú einbeitt þér þinni kjarnastarfsemi.

https://images.prismic.io/new-origo/caa7475f-ea49-432f-b292-5a3f5a6925ff_helgi_runar.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Helgi Rúnar Einarsson

Sérfræðingur/Specialist

Deila bloggi