13/06/2021 • Eyjólfur Jóhannsson

Ekkert umhverfisfótspor hjá Sony 2050

Sony hefur hlotið viðurkenning fyrir að varðveita staðbundnar vatnsauðlindir og stuðla að endurvinnslu frárennslisvatns í verksmiðjum sínum. Sony stefnir að því að draga úr umhverfisáhrifum í framleiðslu þannig að árið 2050 verði umhverfisfótsporið ekkert, hvo...

Sony hefur hlotið viðurkenningu alþjóðlegu samtakanna CDP sem eitt þeirra fyrirtækja sem standa sig best á sviði vatnsauðlindastjórnunar árið 2020. Þetta er í fjórða skipti sem Sony kemst á A lista samtakanna á síðstu fimm árum. CDP eru óhagnaðardrifin samtök sem reka alþjóðlegt upplýsingakerfi fyrir fjárfesta, fyrirtæki, borgir, ríki og svæði til að stjórna umhverfisáhrifum þeirra. Samtökin eru mjög virt á alþjóðavísu og litið er helst til þeirra sem aðila í skýrslugjöf á sviði umhverfismála fyrirtækja og hins opinbera.

Ekkert umhverfisfótspor í framleiðsluferli

Sony hefur einbeitt sér að því að grundvöllur fyrirtækisins sé háður heilbrigðu umhverfi og samfélagi. Fyrirtækið heldur áfram á þeirri braut að virkja umhverfisverkefni með langtímasjónarmið að markmiði og hefur í því tilliti samþykkt langtíma umhverfisáætlunina "Road to Zero". Markmið áætlunarinnar er að draga úr umhverfisáhrifum á framleiðslu fyrirtækisins þannig að árið 2050 verði umhverfisfótsporið ekkert, hvorki í framleiðsluferli né líftíma vöru fyrirtækisins.Sony viðhefur ýmsar ábyrgar aðgerðir í verksmiðjum sínum um allan heim til að varðveita staðbundnar vatnsauðlindir og stuðla að endurvinnslu frárennslisvatns. Sony er einn stærsti framleiðandi veraldar á myndflögum en framleiðsla á þeim hefur aukist gríðarlega þar sem þær eru notaðar í sífellt fleiri framleiðsluhluti, s.s. bíla, síma og auðvitað myndavélar en framleiðsla á þessum flögum krefst mikillar vatnsnotkunar.

Vilja minnka vatnsnotkun enn meira

Sony hefur unnið að krafti að því að að draga úr því vatnsmagni sem þarf við framleiðsluna með því að bæta búnað og endurnýta afrennsli en auka í leiðinni framleiðslugetu. Kumamoto tæknimiðstöð Sony, (Semiconductor Manufacturing Corporation) vinnur einnig að því að vernda staðbundið grunnvatn með því að nota endurhleðslu grunnvatns og hefur verið viðurkennt sem háþróað dæmi um náttúruvernd.Þessi átaksverkefni eru ekki einungis bundin við fyrirtæki Sony þar sem Sony setur kröfu um sambærilega hugsun frá samstarfsaðilum. Í umhverfisáætluninni"Græn stjórnun 2025" ("Green Management 2025"), sem tekur til tímabilsins frá 2021 til 2025, mun Sony auka enn frekar áherslu á umhverfisþátt framleiðslunnar með því að setja markmið um minnkun vatnsnotkunar og halda áfram að auka framfarir, með tilliti til vatnsrofsáhættu á þeim svæðum þar sem framleiðslueining er staðsett.

Efni þróað úr hrísgrjónum kemur að notkun

Sony hefur einnig átt þátt í að þróa tækni sem tengist vatni. Sem dæmi má nefna að Triporous T , nýtt efni þróað af Sony sem er framleitt úr hrísgrjónum. Efnið hefur frábæra aðsogs eiginleika. Gert er ráð fyrir að það verði notað í meðhöndlunarkerfi iðnaðar frárennslisvatns og vatnshreinsiefni í þróunarlöndum auk þess að stuðla að minni vatnsnotkun. Sony mun halda áfram að leitast við að lágmarka umhverfisspor birgðakeðjunnar, koma á framfæri umhverfisvitundarvörum og þjónustu og vinna að því að skapa betra og sjálfbærara samfélag, í átt að því að endingu að ná umhverfisspori sem er núll.

https://images.prismic.io/new-origo/31f3dff3-a449-44ea-8416-2e6ce2711563_EYJO.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Eyjólfur Jóhannsson

Vörustjóri Sony

Deila bloggi