11/11/2022 • Hanna Rut Sigurjónsdóttir

Hvers vegna fjarheilbrigðis- þjónusta er komin til að vera

Heilbrigðistækni er í stöðugri þróun og mikilvægi fjarheilbrigðisþjónustu á eftir að aukast til muna á næstu árum. Stafrænar heilbrigðislausnir munu auðvelda störf heilbrigðisstarfsfólks og auka þjónustu skjólstæðinga heilbrigðisstofnana.

Mynd af Önnu Hafberg

Heilbrigðistækni er í stöðugri þróun og auknar kröfur samfélagsins að ávinningur stafrænna lausna fyrir heilbrigðiskerfið sé sem mestur fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning. Tími starfsfólks nýtist betur, öryggi í skráningum eykst og einstaklingurinn getur fengið betri innsýn í sína eigin meðferð.

30 ára sérfræðiþekking í heilbrigðislausnum

Heilbrigðislausnir Origo hafa verið leiðandi í þróun á fjölbreyttum stafrænum lausnum fyrir heilbrigðiskerfið síðustu 30 ár. Sjúkraskrákerfið Saga var tekið í notkun árið 1993 og umbylti skráningu sjúkraskráupplýsinga hér á landi.

Sjúkrakerfið Saga umbylti skráningu á sjúkraskrámSjúkrakerfið Saga umbylti skráningu á sjúkraskrám

Þróun Heilsuveru sem miðlæg heilbrigðisgátt var önnur mikilvæg stoð en hún einfaldar samskipti við heilbrigðisstarfsfólk til muna og gefur einstaklingum aukinn aðgang að sínum heilbrigðisupplýsingum. Til að mynda fjölgaði lyfjaendurnýjunarbeiðnum gegnum Heilsuveru um 94% milli ára og er hægt að áætla að það hafi sparað heilbrigðisstarfsfólki gríðarlegan tíma sem áður fór áður í að svara beiðnum um lyfjaendurnýjanir.

Mikilvæg framfaraskref í fjarheilbrigðisþjónusu

Fjarheilbrigðisþjónusta er ört vaxandi hluti almennrar heilbrigðisþjónustu. Með fjarheilbrigðisþjónustu er átt við þegar upplýsinga- og fjarskiptatækni er notuð til að veita heilbrigðisþjónustu þegar heilbrigðisstarfsmaður og sjúklingur eru ekki á sama stað.

Mikilvægi fjarheilbrigðisþjónustu á eftir að aukast til muna á næstu árum. Þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu með hækkandi hlutfalli aldraðra er alltaf að aukast og fjöldi sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna mun ekki aukast í sama hlutfalli.

Mikil tækifæri eru fólgin í fjarheilbrigðisþjónustu en í grunninn má segja að hún færi heilbrigðiskerfið nær sjúklingnum. Nokkur skref hafa verið tekið í þessa átt, t.a.m. utanumhald sjúklinga gegnum Heilsuveru. Þar er hægt að fylgjast með líðan einstaklinga með reglulegum spurningalistum og fræðsluefni.

Sérfræðingar með reynslu og þekkingu

Rúmlega 60 sérfræðingar starfa innan heilbrigðislausna Origo. Starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn en öll með sama markmið - að þróa hugbúnaðarlausnir sem styðja við heilbrigðiskerfið.

Anna Hafberg, sérfræðingur innan heilbrigðislusna OrigoAnna Hafberg, sérfræðingur innan heilbrigðislusna Origo

Anna Hafberg er sérfræðingur innan heilbrigðislausna Origo, hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og hefur gríðarlega mikla reynslu af fjölbreyttum störfum innan heilbrigðiskerfisins. Hún horfir lausnamiðað á þær áskoranir sem finna má í heilbrigðiskerfinu og leitar leiða hvernig megi leysa þær með upplýsingatækni.

Í gegnum starf Önnu sem hjúkrunarfræðingur, þekkir hún vel það álag og þá ábyrgð sem er sett á hendur heilbrigðisstarfsfólks. Að sögn Önnu getur fjarheilbrigðisþjónusta sparað kostnað og tíma fyrir heilbrigðiskerfið og sjúklinga, ásamt því að minnka álag á heilbrigðisstofnunum.

„Með aukinni tilfærslu heilbrigðisþjónustu inn á heimili fólks verður mikilvægi fjarheilbrigðisþjónustu sífellt meira í vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks sem og sjúklinga. Í nútímaþjóðfélagi er krafan um að einstaklingur þurfi ekki að mæta á stofnun og bíða í von og óvon eftir þjónustu sífellt meiri. Með betri skipulagningu og aukinni fjarþjónustu er hægt að skipuleggja tíma bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks þannig að bið eftir þjónustu minnki og hún verði einbeittari.“

Anna Hafberg

Sérfræðingur hjá heilbrigðislausnum Origo

Að sögn Önnu er framtíðin björt og spennandi fyrir heilbrigðislausnir og tækifærin óteljandi. Mikilvægt er að setja aukinn kraft í notkun lausna sem færa einstaklinginn nær sinni meðferð og getur aðstoðað hann við að taka upplýstar ákvarðanir og aukna ábyrgð í málum sem varða eigin heilsu. Vegna smæðar okkar erum við á Íslandi í einstakri stöðu að standa einna fremst hvað varðar samvinnu einstaklinga og kerfisins í gegnum stafrænar heilbrigðislausnir.

„Ég hef alltaf haft þá trú að upplýsingatæknin gæti stutt okkur í starfi og vona því að stærsta breytingin í starfi okkar nú í nánustu framtíð verði sú að upplýsingatæknin stytti tímann sem þarf að sitja við tölvur og færa inn sjúkraskrá sjúklings og færi okkur nær þeim og geri okkur kleift að vinna að skráningunni við hlið og með sjúklingnum sjálfum.“

Nýsköpun og þróun

  • Starfsfólk heilbrigðislausna Origo eru í sífelldri þróun og nýsköpun á okkar lausnum. Stór hluti af okkar vinnu byggir á sjúkraskránni Sögu en þar eru mjög mörg tækifæri til að þróa hana áfram.

  • Við ætlum að taka stærri skref í verkefnum okkar tengdum nýsköpun og þróun og nýta þá sérþekkingu sem er til staðar.

  • Við erum stolt af því að vera leiðandi í þróun á heilbrigðislausnum á Íslandi og þakklát fyrir áframhaldandi farsæla samvinnu með heilbrigðiskerfinu.

Hefur þú áhuga á meira efni um þróun heilbrigðislausna?

Kíktu á heimasíðu heilbrigðislausna þar sem nýjungar og fréttir koma reglulega inn.

https://images.prismic.io/new-origo/18e89d65-5427-433e-ae14-cbfcf710b5ec_301037620_105959385573882_9002912573257415707_n.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Hanna Rut Sigurjónsdóttir

Viðskiptastjóri heilbrigðislausna hjá Origo

Deila bloggi