05/03/2021 • Arna Harðardóttir

Fyrstu skrefin í stafrænni heilbrigðisþjónustu að veruleika

Heilbrigðisþjónustan hefur farið í gegnum miklar breytingar með aukinni tækniþróun og möguleikum í fjarheilbrigðisþjónustu fer ört fjölgandi. Notkun Heilsuveru mun leika lykilhlutverk í áframhaldandi tæknivæðingu á heilbrigðisþjónustu.

Í þessum skrifum langar okkur að segja stuttlega frá nýrri lausn innan Heilsuveru sem er í þróun hjá Origo. Lausnin getur umbreytt því hvernig við sækjum heilbirgðisþjónustu á næstu árum.

Ný lausn í fjar-heilbrigðisþjónustuNý lausn í fjar-heilbrigðisþjónustu

Þessi nýja lausn innan Heilsuveru mun nýtast í að auka samskipti og þjónustu til einstaklinga sem eru í meðferð. Mikilvægt er að einstaklingar sem eru ekki í inniliggjandi meðferð, geti sótt sér alla þá þjónustu sem þeir þurfa með stafrænum hætti.

Nú þegar er þessi lausn í þróun með Krabbameinsdeild Landspítalans. Einstaklingar í meðferð geta séð yfirlit yfir sína meðferð, svarað spurningalistum um líðan sína, fengið fræðsluefni sent og átt í tíðari samskiptum við sitt heilbrigðisstarfsfólk.

Það eru gríðarmörg tækifæri til að veita betri þjónustu til skjólstæðinga og á sama tíma ódýrari. Við teljum að við séum rétt að byrja með notkun á Heilsuveru

Ingi Steinar

sviðsstjóri á miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti Landlæknis

Hlustaðu á viðtalið við Inga Steinar í heild sinni hér, þar ræðir hann m.a. Heilsuveru, bólusetningar gegn Covid og önnur spennandi verkefni sem hafa verið í vinnslu.

0:00

0:00

Hér að neðan getur þú skráð þig á póstlista svo þú fáir upplýsingar um nýtt fræðsluefni tengt heilbrigðislausnum.

https://images.prismic.io/new-origo/7b27b858-0c7b-483a-90ca-05701014c350_arna_hardardottir+%282%29.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Arna Harðardóttir

Sölu- og markaðsstjóri Heilbrigðislausna

Deila bloggi