10/05/2021 • Eyjólfur Jóhannsson

Snjallheimilið: Losaðu þig við myndlykilinn með Google TV

Áhorf á sjónvarp hefur fært okkur í auknum mæli frá línluegri dagskrá yfir í áskriftir að mörgum efnisveitum. Vandamál margra felst engu að síður í því að uppáhalds sjónvarpsþættirnir okkar eða kvikmyndir eru ekki endilega allir aðgengilegar á sömu efnisveitunum. Google TV frá Sony leysir þann vanda og gerir heimlið um leið enn snjallara en áður. Google TV er byggt á Android stýrikerfinu sem gerir þér kleift að sækja efni úr mörgum veitum og hafa aðgengilegt á sama stað í sjónvarpstækinu. Því verður öll yfirsýn á sjónvarpsefni einfaldari (og snjallari). Ekki þarf lengur að muna hvort við vorum að nota Netflix, Hulu, Viaplay, Prime eða aðra efnisveitur.  

Sparaðu aurinn og losaðu þig við myndlykilinn

Nú er einnig orðið mögulegt að spara sé aurinn og skila myndlyklinum frá íslensku sjónvarpstöðvunum og horfa á íslenskar stöðvar í gegnum öpp sem hægt er að sækja í Google TV. Þó að það sé gott að spara sér aurinn, þá er líka gott að losa sig við óþarfa dót í kringum sjónvarpið. Svo maður tali ekki um þægindin að þurfa nota bara eina fjarstýringu.

700.000 kvikmyndir og sjónvarpsþættir

Það sem skiptir þó mestu máli er að í Google TV er aðgengi að yfir 700.000 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum* á einum stað. Stýrikerfið getur komið með tillögur að efni sem vekur áhuga þinn og hægt er að bæta efni á óskalistann þinn í sjónvarpinu beint úr snjallsímanum.

Varpaðu myndum frá snjalltækinu yfir á sjónvarpið

Það hefur aldrei verið einfaldara að varpa efni beint af snjalltækinu þínu í sjónvarpið. Google TV er er með innbyggðu Chromecast og Apple AirPlay. Hvort sem þú ert að skoða myndir, vídeó eða hlusta á uppáhaldstónlistina er leikur einn að njóta þess í stofunni.

Snjallvæddu heimilið enn meira

Google TV getur tengst öllum öðrum Google snjallbúnaði á heimilinu. Sem dæmi er hægt að tengja  sjónvarpið við dyrasíman eða öryggismyndavélina og þannig fylgjast með á sjónvarpinu. Hægt er að breyta stýringum, lýsingum og ásamt öðru í gegnum Google stýrikerfið.

Sony eru fyrstir með Google TV

Öll 2021 árgerðin af Sony sjónvörpum er nú öll útbúin með Google TV stýrikerfi sem er að okkar mati öflugasta og víðfeðmasta stýrikerfi sem fáanlegt er í sjónvarpi. Google TV er í stanslausri þróun og mun halda áfram að styðja við og bæta upplifun þína með nýjum uppfærslum í sjónvarpinu.

*Getur verið breytilegt eftir land og málsvæðum

https://images.prismic.io/new-origo/31f3dff3-a449-44ea-8416-2e6ce2711563_EYJO.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Eyjólfur Jóhannsson

Vörustjóri Sony

Deila bloggi