Blogg

Snjallheimilið: Njóttu EM í botn með Sony

Eyjólfur Jóhannsson07/06/2021

Viltu ekki horfa á EM í bestu mögulegu gæðum? Ef svo er þá skaltu velja þér Sony Bravia sjónvarpstæki. Það er yfirmáta snjallt; með einstaka myndvinnslu, öflugan örgjörva og X-Motion Clarity tæknin sem heldur allri hreyfingu mýkri og hreinni.

Það styttist í óðfluga í Evrópukeppnina í knattspyrnu og landsmenn munu margir fylgjast með spennandi leikjum heima í stofu. Við vitum öll að það er ekkert skemmtilegt að horfa á fótboltaleik þegar sjónvarpið nær ekki að skila myndinni sómasamlega. Í slæmum gæðum er t.d. ekki óalgengt að bolti á ferð skili eftir sig rák á skjánum og hálfgerður draugur eltir leikmenn og bolta á mikilli hreyfingu. Ástæðan fyrir þessu er yfirleitt að myndvinnsla sjónvarpsins er einfaldlega ekki nógu góð.

Atvinnubúnaður heima í stofu

Sony hefur margoft hlotið frábæra dóma fyrir myndvinnslukerfið í Bravia sjónvarpstækjunum og fær yfirleitt alltaf fullt hús stiga þegar gagnrýnendur taka tækin til skoðunar. Sony hafa ávallt verið í fremstu röð í atvinnubúnaði fyrir kvikmyndagerð og segja má að fyrritækið noti sér þekkingu sína á því sviði til að framkalla mestu möguleg myndgæði í stofunni heima hjá okkur.

Hver vill ekki sjá mýkri hreyfingar?

Það skiptir miklu máli að njóta þess að horfa á fótboltaleik í góðum gæðum í sjónvarpi og þar spilar Sony stærsta hlutverkið í leiknum. Sony býður bestu myndgæðin fyrir EM í fótbolta heima í stofu.

Hér eru fáein atriði sem Sony notar til að búa til fullkomin gæði á sjónvarpsskjánum fyrir íþróttaáhorf eða kvikmyndaupplifun:

Sony XR er nýjasti örgjörvinn í Bravia sjónvörpum. Hann er gæddur “mannlegum” eiginleikum (cognitive) sme þýðir að hann metur upplýsingar sem unnar eru á sama hátt og skilningarvitin sem við notum til að meðtaka myndina sem skilar sér í yfirburðarmyndvinnslu, skýrleika og litgreiningu.
X-Motion Clarity tæknin heldur allri hreyfingu mýkri og hreinni. Þar sem aðrir framleiðendur lenda í vandræðum sýnir Sony okkur hnífskarpa og fullkomna hreyfingu án þess að missa birtu og skerpu sem er raunin hjá flestum framleiðendum.
Njóttu fallegra næturmynda fullum af ljósum og skuggum með þessari mögnuðu baklýsingu. Með allt að sex sinnum meiri skerpu en í hefðbundinni LED bakýsingu er tryggt að dökkar senur eru enn dekkri og ljósar senur eru enn bjartari.
Sjáðu litadýrðina birtast í Triluminos skjánum sem framleiðir fleiri liti og tryggir að allir litir birtast nákvæmlega eins og til er ætlast.

Alvöru 4K gæði

Það eru þúsundir litbrigða í t.d. sólsetrinu. Super Bit Mapping 4K HDR sýnir okkur þá með mýkri hætti og án óæskilegra skila á milli litaafbrigða.

Sjónvarpstækin frá Sony sýna okkur myndir í alvöru 4K HDR upplausn. Það styður margar tegundir af HDR efni meðal annars; HDR10, Hybrid Log-Gamma and Dolby Vision™.

Deildu blogginu
Um höfundinn
Eyjólfur JóhannssonAlfræðiorðabók um Sony á Íslandi.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000