08/12/2020

Hvaða fjarlausnir þurfa fundarherbergi árið 2021?

Ef árið 2020 var ár fjarfunda þar sem allir voru heima við, má reikna með því að árið 2021 verði ár blandaðra (hybrid) funda þar sem hluti starfsmanna verður á skrifstofunni og hluti í fjarvinnu. Þetta þýðir að græja þarf öll fundarherbergi með fjarfundabúnaði til þess að þessir fundir verði markvissir og þjóni sínum tilgangi.

Í boði eru fjölmargar lausnir, hvort sem fyrirtæki eru að nota Teams, Zoom eða annan fjarfundahugbúnað. Það er mikilvægt er að velja rétta búnaðinn fyrir rétta herbergið.

Heimaskrifstofan

Hér skiptir mestu máli að vera með góð heynartól með hljónema sem eyðir umhverfishávaða og staðsetja myndavélina í augnhæð.

Gott er að eiga góðan USB hátalarasíma sem hægt er að grípa í á löngum fundum þegar þú færð leið á heyrnartólunum.

Opin rými

Í opnu rými er hægt að setja Video Bar við skjáinn sem notandi tengir sína eigin tölvu við með USB snúru og notar á sínum fundum.

Þennan Video Bar er einnig hægt að nota sem hátalara þegar verið er að spila myndbönt, t.d. Youtube.

Ef mikill umhverfishávaði er að svæðinu er gott að velja Video Bar með „Acoustic Fence“ sem lokar fyrir utanaðkomandi hljóð úr rýminu.

Minni fundarherbergi

Í minni fundarherbergjum er yfirleitt best að nota „Front of Room“ fjarfundabúnað með fjarfundamyndavél, innbyggðum hljóðnemum og hátölurum.

Innbyggðu hljóðnemarnir eru fánalegir með drægni allt að 4 – 10m og henta því vel í þessi herbergi. Þessi tæki eru ódýr í uppsetningu þar sem ekki þarf að leggja fyrir eða tengja borðhljóðnema.

Meðalstór fundarherbergi

Í meðalstórum fundarherbergjum er hægt að nota „Front of Room“ fjarfundabúnað með fjarfundamyndavél, innbyggðum hljóðnemum og hátölurum. Mjög gott er að bæta við hljóðnemum út á fundarborðið til þess að tryggja betur að vel heyrist í öllum þátttakendum við borðið.

Borðhljóðnemar eru með allt að 6m radíus í hljóðnemadrægni og því yfirleitt nóg að bæta við einum slíkum í þessi herbergi.

Mælt er með að myndavélin sé fyrir neðan skjáinn þegar það er hægt og í augnhæð fyrir þá sem sitja við borðið.

Stór fundarherbergi og kennslusalir

Í stærstu fundarherbergjum og kennslusölum er hægt að bæta við myndavélum eftir þörfum. Hægt er að hafa eina myndavél af salnum og staðsetja aðra myndavél á púltið. Jafnvel er hægt að hafa myndavélar sem finna þann sem er að tala, óháð því hvar hann er staðsettur í herberginu.

Borða- og loftahljóðnemum er bætt við eftir þörfum og aðstæðum í hverju herbergi fyrir sig.

Fá ráðgjöf

Origo býður upp fjölbreytt úrval fjarfundalausna og fjarfundabúnaðar fyrir fundarherbergi af öllum stærðum og gerðum.

Hafðu samband við okkur og fáðu ráðgjöf við val á búnaði.