19/01/2022 • Einar Örn Birgisson

Betri fjarvinnubúnaður fyrir hybrid skrifstofuna

Árið 2022 er árið þar sem hybrid skrifstofan er komið til að vera. Tæknin hefur sannað sig og starfsmenn og atvinnurekendur hafa áttað sig á því frelsi sem sem fjarvinna býður upp á og þá aukningu lífsgæða sem hún veitir.

Vinnuumhverfið er breytt til framtíðar og starfsmenn (þar sem aðstæður leyfa) vilja geta unnið fjarvinnu, heima eða annars staðar, þegar það hentar þeim og atvinnurekandanum. Skrifstofa dagsins er þar sem þú vilt hafa hana. 

Til að tryggja fulla þátttöku í samskiptum við samstarfsmenn og viðskiptavini þarf að tryggja að mynd- og hljóðgæði séu eins fullkomin og hægt er. Starfsmaðurinn þarf að líta vel út í mynd og það þarf að heyrast jafnvel frá honum og öðrum þátttakendum. 

Betri vefmyndavél – Poly Studio P5 

Flestar fartölvur í dag eru með innbyggðri myndavél en oft er staðsetningin á innbyggðu myndavélinni óhentug og myndgæðin ekki góð við erfið birtuskilyrði.  

Poly Studio P5 er af nýrri kynslóð USB vefmyndavéla með áherslu á myndgæði og notagildi. Hægt er að smella vefmyndavélinni ofan á skjáinn og hún sýnir þig í bestu mögulegu myndgæðum við erfið birtuskilyrði. 

P5 er með lok fyrir myndavél (Privacy Shutter) sem tryggir að þú ert aðeins í mynd þegar þú vilt. Innbyggt USB tengi fyrir heyrnartól fækkar þeim USB tengjum á tölvunni sem þú þarft að nota. Hægt er að smella myndavélinni af festingunni og nota sem skjalamyndavél (document camera) eða festa  á þrífót. 

Kíktu á Poly Studio 5 í netverslun Origo 

Fjarvinnupakkar

Poly býður upp á fjarvinnupakka þar sem hægt er að kaupa Poly Studio P5 vefmyndavélina ásamt heyrnartóli eða hátalarasíma saman í pakka. 

  • Fjarvinnupakki 1:  P5 + Mono heyrnartól (BlackWire 3310) 

  • Fjarvinnupakki 2:  P5 + Stereo heyrnartól (BlackWire 3325) 

  • Fjarvinnupakki 3:  P5 + Þráðlaust Stereo heyrnartól  (Voyager 4220) 

  • Fjarvinnupakki 4:  P5 + USB/BlueTooth hátalarasími (Synd 20) 

Kíktu á fjarvinnupakkana í netverslun Origo

Heimaskrifstofan – Poly Studio P15 Video Bar 

Studio P15 hentar vel þeim sem eru að vinna heima og vilja geta tekið þátt á fundum í hámarksmyndgæðum og haldið kynningar án þess að vera með heyrnartól á höfðinu. Poly Studio P15 er nýr USB Video Bar sem samanstendur af vefmyndavél, innbyggðum hljóðnemum og hátalara.  

Poly Studio P15 vefmyndavélin er með víðlinsu og sjálfvirka römmun (Personal framing) og tryggir því að þú sért alltaf í mynd.  Hljóðnemarnir eru 3 og eru með Acoustic Fence og Noise Block AI tækni sem tryggir að óvæntur hávaði á heimilinu heyrist ekki hjá viðmælanda. 

Kíktu á Poly Studio P15 í netverslun Origo 

Heimaskrifstofan – Poly Studio P21 fjarvinnuskjár 

Poly Studio P21 er ný „all in one“ lausn fyrir þá sem vilja hafa hlutina einfalda og góða. 

P21 er vandaður 21“ tölvuskjár með innbyggðri vefmyndavél, hljóðnemum og hátalara. Hann er með innbyggðri lýsingu sem tryggir að þú ert upp á þitt besta á kynningum eða fjarfundum og tengist tölvunni með USB-C tengi.  

Kíktu á Poly Studio P21 í netverslun Origo

Heyrnartól fyrir hybrid skrifstofuna – Poly Voyager Focus 2

Voyager Focus 2 setur ný viðmið í talgæðum með miklu betri hljóðeinangrun en áður hefur þekkst og því hægt að taka þátt í fundi hvar sem er óháð umhverfishávaða. 

Poly Voyager Focus 2 er arftaki hins vinsæla Voyager Focus, sem hefur verið á markaðnum í 6 ár við miklar vinsældir. Þau koma með 200% betri hljóðeinangrun í hljóðnema, 50% betri hljóðeinangrun (Hybrid Active Noice Cancel) í hátölurum, lengri rahlöðuendingu, lengri drægni, enn þægilegri eyrnarpúða og „On-Line“ ljósi. Voyager Focus 2 er MultiPoint svo hægt er að nota heyrnartólið samtímis við tölvu og farsíma. 

Kíktu á Poly Voyager Focus 2 í netverslun Origo

Mögnuð hljóðtækni 

Hybrid ANC (Active Noise Cancel) tæknin notast við 4 hljóðnema sem hlusta eftir umhverfishávaða og síar það út svo þú heyrir aðeins það sem þú vilt heyra. Hægt að er að velja um 3 stillingar, allt eftir því hvað þú ert að hlusta á. 

0:00

0:00

Acoustic Fence tæknin byggir á 4 hljóðnemum, 2 á hljóðnemanum sjálfum og 2 á sitthvorum hátalaranum sem búa til hljóðeinangrun þannig að aðeins það sem þú segir er sent til viðtakana, öll umhverfisljóð eru síuð út. 

0:00

0:00

Fáðu ráðgjöf 

Origo býður upp fjölbreytt úrval fjarfundalausna og búnaðar fyrir fundarherbergi í öllum stærðum og gerðum. Hafðu samband við okkur og fáðu ráðgjöf við val á búnaði. 

https://images.prismic.io/new-origo/06309673-eee7-46e8-ad02-d1645fb8d826_Einar_Orn.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Einar Örn Birgisson

Vörustjóri IP símalausna

Deila bloggi