13/10/2022 • Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Justly Pay styttir leiðina að jafnlaunavottun

Um 30 fyrirtæki hérlendis nota Justly Pay í vegferð sinni að jafnlaunavottun. Hópurinn á bak við Justly Pay byggir á áratuga reynslu af þróun hugbúnaðar sem hjálpar fyrirtækjum við rekstur stjórnunarkerfa sem mæta þörfum og kröfum nútímans.

Justly Pay kom út fyrir ári og hefur nú þegar hjálpað hátt í 30 fyrirtækjum á sinni jafnlaunavottunarvegferð. „Við erum stolt af því að hjálpa fyrirtækjum að stytta leiðina að jafnlaunavottun svo um munar,“ segir Hildur Pálsdóttir, sérfræðingur í jafnlauna- og gæðamálum hjá Origo.

Sá trausti grunnur sem Justly Pay byggir á er gæðastjórnunarkerfið CCQ. Hópurinn á bak við CCQ byggir á áratuga reynslu af þróun hugbúnaðar sem hjálpar fyrirtækjum við rekstur stjórnunarkerfa sem mæta þörfum og kröfum nútímans. Sú þekking segir okkur að verkfærakista gæðastjórnunar geymi réttu tólin til að uppræta launamun kynjanna. „Fagrar fyrirætlanir eru eitt, en til að ná settum markmiðum þarf raunhæfa framkvæmdaáætlun, eftirfylgni og skipuleg viðbrögð við frávikum. Þetta er einmitt gæðastjórnun í hnotskurn,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo.

Fyrirtækin sem hafa leitað til Origo hafa stytt vegferð sína úr 12–18 mánuðum niður í allt að 4 mánuði. „Það er árangur sem við erum gríðarlega stolt af því þessi vegferð þarf ekki að vera flókin og löng. Með snjöllum tæknilausnum eins og Justly Pay er ekki einungis hægt að spara tíma heldur er einnig hægt að koma í veg fyrir óþarfa útgjöld,“ segir Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri gæða- og innkaupalausna hjá Origo.

Skjölin búin til fyrir viðskiptavininn

„Við höfum skrifað skjölin í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST85:2012 og aðlögum þau að þinni skipulagsheild með snjallri tæknilausn,“ segir Hildur.

Þegar uppsetningarferli Justly Pay er lokið eru öll skjölin tilbúin. Einnig verður til vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun, sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi.

Með jafnlaunavottun skuldbinda aðilar sig til þess að vinna og reka jafnlaunakerfið undir leiðarljósinu stöðugar umbætur. „Þessi skuldbinding þýðir að jafnlaunakerfið er, og á að vera, lifandi og á að taka breytingum til þess að endurspegla raunverulegan rekstur. Jafnlaunakerfið á ekki að vera eitthvert skraut sem við setjum upp í hillu,“ bætir Hildur við.

Jafnlaunaúttektir mikilvægar

„Til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun er undirstöðuatriði að sinna úttektum á jafnlaunakerfinu,“ segir segir Maria Hedman, vörueigandi CCQ hjá Origo. „Markmið og leiðarljós úttekta er að sanna að við vinnum eins og við segjum og uppfyllum þær kröfur sem eru skilgreindar í jafnlaunakerfinu. Það hjálpar okkur að fá tilfinningu fyrir hvort skjalfest verklag sé auðlæsilegt fyrir starfsfólk.“

Justly Pay teymiðJustly Pay teymið

Með Justly Pay er úttektar­áætlun útbúin, aðilar sem munu taka þátt í úttektunum eru valdir og með hverri úttekt fylgir listi af spurningum sem hægt er að nota til að framkvæma úttektirnar.

„Úttektirnar eru svo framkvæmdar í úttektareiningu CCQ. Ef frábrigði kemur í ljós er það skráð, rótargreint og úrbætur framkvæmdar. Við lok hverrar úttektar er áætlun um endurtekningu á sömu úttekt útbúin, þannig að úttektum sé áfram dreift yfir árið og ekki gleymist að skipuleggja næsta hring af úttektum,“ bætir Maria við. „Þetta tryggir að jafnlaunakerfið sé í takt við vinnulagið okkar, kröfur uppfylltar og að við séum að vinna með leiðarljósið stöðugar umbætur í huga.“

Mörgum boltum haldið á lofti

Í jafnlaunastaðlinum er gerð krafa um að innri og ytri hagsmunaaðilar hafi möguleika á því að senda inn ábendingar um jafnlaunakerfið, telji þau að einhverjir vankantar séu á jafnlaunakerfinu eða vinnulag brotið með einum eða öðrum hætti,“ segir Ísleifur Örn.

„Þó reynslan sýni að ábendingar af þessu tagi séu almennt ekki mjög margar, er mikilvægt að vera tilbúin þegar og ef þar að kemur. Bæði þarf að vera tilbúin að taka á móti ábendingunni en líka vera með verklag sem gengur úr skugga um að ábendingunni sé fylgt eftir og það lagað eða leiðrétt sem mögulega þarf. Með þessum þremur stoðum Justly Pay, skjölum, úttektum og ábendingum, höldum við boltunum á lofti fyrir fyrirtækin svo þau geti sinnt sinni kjarnastarfsemi á sama tíma og þau taka skref í átt að réttlátara samfélagi með snjallri tæknilausn.“

https://images.prismic.io/new-origo/64997ff7-9621-48c4-a1c6-3f4534b4108c_kristinhrefna.jpg?auto=compress,format&rect=0,0,497,331&w=300&h=200

Höfundur bloggs

Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Forstöðuman

Deila bloggi