06/07/2023 • Einar Jóhannesson

Hvernig Landsbankinn hagræddi með IBM Power netþjónum

Power 10 er nýjasta kynslóð IBM í öflugum netþjónum sem henta í alls konar verkefni eins og gervigreind, blandaðar skýjalausnir og keyrslu gagnagrunna.

Power 10 netþjónar eru sveigjanlegir og geta keyrt AIX, IBM i og Linux stýrikerfin. Landsbankinn náði að spara sér margar milljónir með því að uppfæra reglulega í nýjustu kynslóð Power netþjóna. 

Landsbankinn í 20 ára sambandi við IBM Power

Landsbankinn er með 20 ára reynslu af IBM Power netþjónum og gagnageymslum. Búnaðurinn hefur reynst vel og sparað þeim peninga með því að fækka IBM leyfum.

Landsbankinn er duglegur að uppfæra frekar en að halda í eldri búnað og hefur það reynst þeim vel. Þannig hefur bankinn ekki þurft að fjölga hugbúnaðarleyfum og sparað þannig bæði í fjárfestingum og þjónustugjöldum milli ára.

Sem dæmi, ef fyrirtæki væri að keyra Oracle á x86 netþjónum, þá þyrfti tvöfalt fleiri leyfi en fyrir IBM Power. Og reiknaðu nú hvað fyrirtækið gæti sparað = bæði kaup á helmingi færri leyfum og 20% á ári í þjónustugjöld!

Hvað er nýtt í Power 10?

Power 10 er tíunda kynslóð netþjóna-örgjörva frá IBM sem fyrst komu á markað 1990. Þetta er nýjasta nýtt í Power 10:

  • Það er notuð 7nm tækni (tvöfalt minni en við Power 9 sem er 14nm) við framleiðslu á örgjörvanum sem gerir hann hraðari og þarf minni orku

  • Að meðaltali má reikna með afkastaaukningu um 30% að skipta úr Power 9 yfir í Power 10 og um 70% að fara úr Power 8 yfir í Power 10

  • Stuðningur fyrir DDR3/4/5 (400 GB/s) og GDDR5 (800 GB/s) vinnsluminni 

  • 2,5x hraðari dulritun með sérhæfðum einingum á örgjörva

  • 30x hraðari gervigreind með sérhæfðum einingum á örgjörva

  • Að meðaltali 5x hraðari keyrsla á SAP HANA aðgerðum en á Intel x86 örgjörvum

  • Skammtadulritun - QuantumSafe dulritun sem þolir tölvur framtíðarinnar

  • Áreiðanleiki/uppitími IBM Power er enn sá hæsti samkvæmt ITSC 13. árið í röð

Nýtt vörumerki Power 10Nýtt vörumerki Power 10

Til gaman má geta að IBM eyddi 3 milljörðum bandaríkjadollara í hönnun/þróun IBM Power10 örgjörvans sem er álíka fjárhæð og kostaði að byggja Stórabeltisbrúnna.

Spennandi framþróun í netþjónum

Simon Porstendorfer frá IBM Systems Power, sem hefur starfað yfir 18 ár hjá þeim, fór yfir tíð og strauma hjá netþjónum. Á síðasta ári er búið að setja upp jafnmikið af stafrænni þjónustu og síðustu tíu árin.

  • 7 af hverjum 10 forstjórum eru að framkvæma breytingar til að geta boðið upp á nýjar stafrænar upplifanir til þess að efla samkeppnishæfni rekstursins.

  • 6 af hverjum 10 forstjórum segjast vera að búa til nýjar viðskiptaeiningar og er það tvöföldun frá árinu 2019.

Helstu áskoranir í rekstri netþjóna og skýjalausna þessa dagana eru að halda utan um flækjustigið við skýjavæðingu, búa til virði úr þeim gögnum sem má safna, skortur á tæknifólki, umhverfisvernd og öryggismál.

Öryggi gegn skammtatölvum

Simon fjallaði mikið öryggi í Power 10 en IBM á einmitt þrjá af fjórum algrímum sem valdar af NIST í Bandaríkjunum (National Institute for Standards and Technology) fyrir nýja öryggisstaðla.

Simon Porstendorfer frá IBM Systems PowerSimon Porstendorfer frá IBM Systems Power

IBM Power 10 býður upp á öfluga dulritun sem stenst skammtatölvur eða Quantum Safe tæknina en talið er að þegar skammtatölvur verða aðgengilegar munu þær geta auðveldlega brotið upp hefðbundna dulritun. Til gamans má nefna að yfir 1.000 nemendur víðsvegar í heiminum hafa þegar fengið aðgang að IBM Quantum Computer til þess að læra að forrita þessar nýju gerðir tölva.

IBM áætlar að yfir 20 milljarðar tækja munu þurfa uppfærslu eða útskiptingu næstu 10-20 árin til að standast innbrot skammtatölva. Power 10 er einmitt með öryggis-einingu á örgjörvanum sem dregur ekki úr öðrum afköstum og er með hæsta uppitíma 13. árið í röð (ITSC) miðað við aðra framleiðendur.

Tengdar lausnir

Origo er leiðandi í uppsetningu, þjónustu og rekstri á miðlægum búnaði

Sérfræðingar Origo geta veitt ráðgjöf um meðal annars netbúnað, netþjóna, gagnageymslur, stórtölvur og lausnir fyrir kerfissali.

Kona tekur vinnusímtal á skrifstofunni

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf

https://images.prismic.io/new-origo/ceb31339-3fe9-4e3c-92c1-147e3b4ba0fa_einar+j%C3%B3hannesson.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Einar Jóhannesson

Vörustjóri IBM System Z, IBM Storage og IBM Power hjá Origo

Deila bloggi