01/11/2022 • Anna Gréta Oddsdóttir

Glæsilegur LED skjár frá NEC settur upp í verslun

Origo valdi LED-E015i-135 skjáinn frá NEC til að setja upp í verslun sinni í Borgartúni 37. Skjárinn er einstaklega hentug lausn til að koma markaðsskilaboðum eða öðrum viðeigandi skilaboðum á framfæri til kúnna.

Sjáðu myndbandið þegar skjárinn var settur upp í verslun:

0:00

0:00

„NEC er fyrirtæki sem við höfum unnið með í fjölda ára og vitum að við getum alltaf gengið að því að fá topp áreiðanleika, gæði og endingu. Skjárinn sem við ákváðum að setja upp í verslun okkar í Borgartúni heitir NEC LED - E015i-135 þar sem við vorum að leitast eftir því að hafa stærri skjá en hefðbundin LCD skjá sem eru að hámarki 98“ en væri jafnframt þunnur og færi vel á vegg," segir Knútur Rúnarsson, lausnastjóri Hljóð- og mynddeildar Origo. Knútur bætir við að þessi skjár sé fullkominn fyrir fyrirtæki sem eru með stærri rými þar sem hefðbundnir skjáir eða skjávarpar henta ekki.

Knútur Rúnarsson, lausnastjóri Hljóð- og mynddeildar OrigoKnútur Rúnarsson, lausnastjóri Hljóð- og mynddeildar Origo
https://images.prismic.io/new-origo/60560f82-d08b-4f50-b430-b3c30cbd8623_annagreta.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Anna Gréta Oddsdóttir

Sérfræðingur í markaðsmálum

Deila bloggi