18/10/2022 • Brynjar Örn Sigurðsson
Lenovo minnkar kolefnislosun um 50% fyrir árið 2030
Lenovo hefur háleit markmið í umhverfisstefnu sinni en fyrirtækið hefur gefið út metnaðarfulla 5 ára umhverfisáætlun.
Lenovo er annt um umhverfið en fyrirtækið ætlar að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr kolefnislosun. Stefnan er að minnka kolefnislosun um 50% fyrir árið 2030 og aðalmarkmiðið þeirra er að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki fyrir árið 2050.

Með þessu vilja þeir leggja sitt að mörkum til að stuðla að betra umhverfi fyrir komandi kynslóðir. Til þess að ná því þarf að vera metnaðarfull áætlun til staðar sem markvisst er unnið í dagsdaglega.
Brynjar Örn Sigurðsson, vörustjóri neytendavöru Lenovo, segir gaman að sjá að Lenovo er að leggja sitt að mörkum.

„Það er frábært að vinna með vörumerki eins og Lenovo sem er bæði leiðandi þegar kemur að þróun og gæðum á tölvubúnaði, ásamt því að vera með ábyrga umhverfisstefnu.“
Brynjar Örn Sigurðsson
•
Vörustjóri Lenovo
2022
Fyrsta varan kemur á markað sem notar endurunnið efni og ál
Allar umbúðir utan um Yoga og Legion fartölvur verða sjálfbærar
Framleiðslan á Yoga Slim 9 verður kolefnishlutlaus
Lenovo kolefnisjafnar allar Yoga fartölvur
2023
Níunda gerð Yoga línunnar verður gerð úr endurunnu áli
Allar umbúðir fyrir fimmtu útgáfu af IdeaPad fartölvunum verða sjálfbærar
Pappírslímband verður fyrst notað við pakkningar á Yoga línunni
Byrjað að þróa umhverfisvænni pakkningar sem verða meðal annars úr bambus
2024
Allar Yoga vörur verða úr endurunnu áli eða öðrum endurunnum efnum
Allar umbúðir utan um IdeaPad vörur verða sjálfbærar
Pappírslímband verður alfarið notað við pakkningar á Yoga og Legion vörum
Kolefnishlutleysi verður náð á öllum Yoga og Legion vörum
2025
Allar vörur munu innihalda endurunnið plast
90% af plastumbúðum miðað við þyngd verður gert úr endurunnum efnum
50.000 km af límbandi sem notað hefur verið við pakkningar er tekið úr umferð við framleiðslu á neytendavöru Lenovo
Höfundur blogs
Brynjar Örn Sigurðsson
Vörustjóri Lenovo
Deila bloggi