09/06/2021 • Arna Harðardóttir

Lyfjaöryggi frá A-Ö

Umsýsla lyfja er flókið ferli og mörg handtök hafa átt sér stað áður en einstaklingur fær lyfin gefin. Framkvæmdin krefst samvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga og lyfjafræðinga og hefst í raun þegar læknir ávísar lyfinu og lýkur þegar hjúkrunarfræðingur gefur eins...

Helstu ástæður fyrir lyfjamistökum eru eftirfarandi

  • Álag

  • Flókin/Óskýr fyrirmæli

  • Vanþekking á lyfjum

Árið 2017 fór af stað samstarfsverkefni heilbrigðislausna Origo við fyrirtækin Þulu, Medeye og Lyfjavers um þróun á kerfi til að leysa þetta vandamál. En fram að því hafði flest öll umsýsla lyfja verið á blaði. Þróuð voru tvo kerfi, annars vegar rafrænt fyrirmælakerfi eMed og gjafaskráning lyfja í gegnum Sögu sjúkraskrá.

Gefur upplýsingar um milliverkanir, aukaverkanir og lyfjaofnæmi

eMed kerfið var hannað til að styðja við verkferla sem útbúa og viðhalda rafrænum lyfjafyrirmælum. Læknar nota eMed til að útbúa lyfjafyrirmæli og hjúkrunarfræðingur getur staðfest þau fyrirmæli eða komið með tillögu að öðrum. eMed lætur vita með aðvörunum um allar mögulegar milliverkanir, lyfjaofnæmi eða aukaverkanir sem geta komið upp með þeim fyrirmælum sem eru gefin, en það eykur öryggi sjúklings til muna. Í gegnum eMed er einnig hægt að senda inn rafrænar pantanir beint inn til skömmtunarapóteka sbr. Lyfjaver en það eykur skilvirkni í samskiptum apóteka við heilbrigðisstarfsólk til muna.

Gjafaskráning í gegnum Sögu

Ferli gjafaskráningar er gríðarlega mikilvægt til að tryggja gæði þegar komið er að því að taka til lyf og gefa þau. Með því að sækja lyfjafyrirmæli úr eMed birtir Saga sjúkraskrá yfirlit yfir allar lyfjagjafir fyrir ákveðna deild. Í gegnum gjafaskráninguna er hægt að skrá tiltekt á lyfjum og síðan lyfjagjöfina sjálfa en þannig sést hvort tekin hefur verið afstaða til allra fyrirmæla. Sjúkraskrárkerfið Saga og Lyfjaver styðja við notkun lyfjaskannans frá Medeye nýti stofnanir sér hann við lyfjagjafir.

Íslenskar heilbrigðisstofnanir standa framarlega

Fjölmargar íslenskar heilbrigðisstofnanir hafa tekið upp lyfjafyrirmæli eMed og nokkrar gjafaskráningu í Sögu, Þessar stofnanir eru í miklu forystuhlutverki þegar kemur að öryggi við lyfjagjafir. Hjúkrunarheimilið Sóltún tók nýverið upp bæði lyfjafyrirmæli eMed og gjafaskráningu í Sögu.

Hildur Björk, aðstoðarframkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Sóltúni sagði m.a. að með eMed væru þau á Sóltúni að fá mun skýrari fyrirmæli frá læknum og aðvaranir sem tryggja öryggi skjólstæðinga. Gjafaskráningin væri að hennar mati punkturinn yfir i-ið sem lokaði hringnum í lyfjaöryggi skjólstæðinga þeirra.

Hér fyrir neðan má horfa á viðtal við Hildi Björk þar sem hún fer yfir verkefnið að taka upp þessi kerfi og hvaða breytingar hafa orðið á þeirra starfsemi.

0:00

0:00

https://images.prismic.io/new-origo/7b27b858-0c7b-483a-90ca-05701014c350_arna_hardardottir+%282%29.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Arna Harðardóttir

Sölu- og markaðsstjóri Heilbrigðislausna

Deila bloggi