08/02/2022 • Einar Örn Birgisson

Ný og snjallari fjarfundatæki frá neat.

Það er okkur hjá Origo sönn ánægja að geta nú boðið upp á nýja kynslóð Teams fjarfundakerfa frá norska framleiðandanum Neat.

Neat var stofnað 2020 og er því einungis tveggja ára gamalt fyrirtæki en hefur á þessum stutta tíma vakið mikla athygli fyrir glæsilega hönnun, frábært notendaviðmót og framúrskarandi gæði og tækninýjungar.

0:00

0:00

Betri upplifun með neat. Symmetry

Á fjarfundum er nauðsynlegt að allir þátttakendur séu jafnmikið í mynd óháð því hvort þeir séu í fundarherberginu eða í fjarvinnu. Með Neat Symmetry tækninni eru allir í fundarherberginu rammaðir inn og sýndir jafnstórir í glugganum sem tryggir mun betri upplifun af fundinum fyrir þá sem eru í fjarvinnu.

Neat Symmetry er einnig með „People tracking“ sem þýðir að þátttakendur á fundi geta staðið upp og hreyft sig en samt sem áður verið í mynd þar sem myndavélin einfaldlega eltir þátttakendur og heldur þeim í rammanum. 

Í opnum rýmum er svo hægt að nota Neat Boundary tæknina til að þess að tryggja að eingöngu þeir sem eru á fundinum sjáist í mynd og Neat Bubble tæknin sér um að utanaðkomandi hljóð sé ekki að trufla fundinn. 

0:00

0:00

neat. fjarfundatækin

Nú eru komin tvö tæki í sölu, neat.bar og neat.board sem styðja bæði Teams Rooms og Zoom Rooms ásamt neat.pad stjórneiningu/bókunarskjá. 

neat. bar

Neat Bar er Teams/Zoom fjarfundabúnaður fyrir lítil og meðalstór fundarherbergi.  Neat Bar er með innbyggða hljóðnema með 5m drægni, 4X Zoom myndavél með Symmetry og öflugum hátalara.

Hægt er að stýra tækinu frá snertiskjá eða bæta við neat.pad sem stjórneiningu á borð. 

Neat Bar hentar vel fyrir 1 – 10 þáttakendur. 

neat. board

Neat Board er sambyggður 65“ snertiskjár og  Teams/Zoom fjarfundabúnaður fyrir lítil og meðalstór fundarherbergi.  Neat Board er með innbyggða hljóðnema með 5m drægni, 4X Zoom myndavél með Symmetry og öflugum hátalara. 

Hægt er að stýra tækinu frá snertiskjánum eða bæta við neat.pad sem stjórneiningu á borð. 

Neat Bar hentar vel fyrir 1 – 10 þáttakendur. 

Hægt er að fá veggfestingu eða hjólastand fyrir sem aukabúnað fyrir neat.board. 

neat. pad

Neat Pad er snertiskjár sem hægt er að tengja við Neat Bar og eða Neat Board og getur verið annaðhvort stjórneining á borði (controller) eða bókunarskjár (booking panel) fyrir Teams eða Zoom Rooms. 

Fá ráðgjöf 

Origo býður upp á fjölbreytt úrval fjarfundalausna og búnaðar fyrir fundarherbergi af öllum stærðum og gerðum. Hafðu samband við okkur og fáðu ráðgjöf við val á búnaði. 

https://images.prismic.io/new-origo/06309673-eee7-46e8-ad02-d1645fb8d826_Einar_Orn.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Einar Örn Birgisson

Vörustjóri IP símalausna

Deila bloggi