10/08/2021 • Birta Aradóttir

5 uppáhalds fartölvur okkar fyrir skólann

Nýtt skólaár, nýtt upphaf og ný fartölva! Með nýju skólaári hefjast spennandi og krefjandi tímar þar sem er mikilvægt að hafa fartölvu sem hægt er að stóla á. Hér eru 5 flottar fartölvur frá Lenovo sem við mælum með fyrir skólaárið.

Lenovo fartölvurnar hafa verið þekktar fyrir að vera endingargóðar, vandaðar og áreiðanlegar. Fartölvurnar frá Lenovo eru umhverfisvænar og uppfylla helstu staðla og vottanir um takmarkanir á skaðlegum efnum.

LENOVO YOGA 7

Létt, öflug og sú allra sveigjanlegasta

 • Snertiskjár sem snýst í 360° ásamt öflugum stafrænum penna

 • Bjartur 14” snertiskjár

 • 1,4 kg að þyngd með ál umgjörð

 • 16 klst. rafhlöðuending

 • Nýjasta kynslóð af Tiger Lake örgjörva

 • 16 GB vinnsluminni

 • Energy Star umhverfisvottuð um góða orkunýtni

 • Öflugt Dolby Atmos hljóðkerfi sem er frábært fyrir bíómyndir og sjónvarpsþætti

Af hverju ætti ég að kaupa hana?

Þessi netta og létta tölva úr áli er fullkomin fyrir þá sem eru að leita að öflugri og fallegri tölvu. Vélin er 2-in-1 en þá er hægt að breyta fartölvunni í spjaldtölvu á augabragði. Penni fylgir með sem hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru að fara í skapandi nám. Rafhlöðuendingin er gríðarlega góð eða um 16 tímar.

LENOVO YOGA SLIM 7 Pro

Þynnri og kraftmeiri en þig grunar

 • Glænýr og spennandi skjár með 2,2K eða 2,8K upplausn í 16:10 hlutföllum sem er fullkominn fyrir lestur og heimavinnu

 • Einstaklega bjartur og glampafrír 14” Dolby Vision skjár

 • 1,4 kg að þyngd með ál og gler umgjörð

 • Meira en 16 klst. rafhlöðuending

 • Kraftmikill nýr Tiger Lake örgjörvi

 • 16 GB vinnsluminni

 • Energy Star umhverfisvottuð um góða orkunýtni

 • Dolby Atmos 3D hljóðkerfi fyrir þátta og bíómyndagláp

Af hverju ætti ég að kaupa hana?

Þessi fallega og kraftmikla tölva með ál og gler umgjörð er ekki aðeins extra þunn heldur er hún líka fislétt, einungis 1,4 kg. Skjárinn er bjartur og glampafrír með TÜV Eyesafe blágeislavörn sem verndar augun þín fyrir skjáþreytu og augnþurrk. Rafhlaðan á tölvunni endist mjög lengi eða í um 16 klst.

LENOVO IDEAPAD FLEX 5

Fartölva með snertiskjá sem snýst í 360°

 • 2-in-1 fartölva og kemur því með snertiskjá sem hægt er að snúa í 360 gráður

 • 14” snertiskjár

 • 1,5 kg að þyngd með ál og plast umgjörð

 • Yfir 10 klst. rafhlöðuending og hraðhleðsla á rafhlöðu sem fer í 80% á 1 klst.

 • Nýr Tiger Lake örgjörvi

 • 8 – 16 GB vinnsluminni

 • Fartölvan er Energy Star umhverfisvottuð

 • Dolby Audio hljóðkerfi sem er frábært fyrir bíómynda og þáttagláp

 • Wi-Fi 6 þráðlaust net og baklýst lyklaborð

Af hverju ætti ég að kaupa hana?

Með kaup á Flex 5 þá ertu að velja öfluga og flotta tölvu á hagstæði verði. 2-in-1 eiginleikinn gerir alla notkun svo miklu skemmtilegri, hvort sem er í skólanum já eða bara heima. Þá má ekki gleyma því að hún bæði létt og nett í skólatöskuna.  

LENOVO IDEAPAD 5

Hagstæð og vel hönnuð

 • 14" Full High Definition (FHD) skjár

 • Aðeins 1,4 kg sem er hentug þyngd í skólatöskuna

 • Falleg og grá ál umgjörð

 • Yfir 11 klst. rafhlöðuending með USB-C hraðhleðslu

 • Öflugur Tiger Lake örgjörvi

 • 8 GB vinnsluminni

 • Dolby Audio hljóðkerfi sem gerir alla upplifun betri

 • Umhverfisvottun um góða orkunýtni hjá Energy Star

 • Baklýst lyklaborð og Wi-Fi 6 þráðlaust net

Af hverju ætti ég að kaupa hana?

Ef þú ert að leita að tölvu á gríðarlega góðu verði sem er í þokkabót öflug og áreiðanleg, þá er þetta rétta tölvan fyrir þig. Þetta er fallega hönnuð og flott fartölva, sem er passlega stór hvort sem er í skólann eða heima fyrir.

LENOVO LEGION 5

Kraftmikil fartölva fyrir heimanámið og leikina

 • Stór, bjartur og einstaklega hraður skjár sem er sérstaklega hugsaður fyrir tölvuleiki

 • 16 – 17” Full High Definition (FHD) skjár

 • Undir 3 kg að þyngd með plast umgjörð

 • 6 – 8 klst. rafhlöðuending

 • Frábær AMD örgjörvi og öflugt skjákort

 • 16 GB vinnsluminni

 • Gott hljóðkerfi sem er fullkomið í leiki og skemmtun

 • Baklýst lyklaborð og nýjasta Wi-Fi 6 þráðlausa netið

Af hverju ætti ég að kaupa hana?

Þetta er ekki léttasta eða minnsta fartölvan en það er góð ástæða fyrir því! Ef þig vantar virkilega kraftmikla og glæsilega fartölvu sem er nógu öflug til að ráða við heimanámið og stærstu andstæðingana í leiknum, þá er Legion 5 málið fyrir þig. Kröftugur AMD örgjörvi, stórt vinnsluminni og öflugt skjákort sem munu ekki valda þér vonbrigðum.

https://images.prismic.io/new-origo/35f94eeb-cb16-4598-86cb-fd7a70f56b35_MicrosoftTeams-image+%281%29.png?auto=compress,format&rect=946,0,3098,3442&w=900&h=1000

Höfundur blogs

Birta Aradóttir

Markaðssérfræðingur

Deila bloggi