09/08/2022 • Einar Eiríksson

SBAB banki byrjar frá grunni með SAP-kerfi frá Origo

Hraði, sveigjanleiki og stafrænir fundir voru helstu forsendur í uppfærslu SBAB-banka á stafrænum innviðum sínum árið 2019. Uppfærslan var kærkomin breyting fyrir alla í fyrirtækinu, ekki bara tæknideildina.

Stafræn vegferð er flestum fyrirtækjum mikilvæg og bankar eru þar engir eftirbátar. Við höfum fylgt bönkum og öðrum fjármálastofnunum í gegnum stafrænt umbreytingarferli síðustu tvo áratugi. SBAB-banki skipti meirihluta sinna stafrænna innviða út fyrir SAP-kerfi frá Origo. 

Við hjá SBAB-banka erum mjög meðvituð um öra þróun stafrænna innviða, þrátt fyrir að vera ekki í upplýsingatæknigeiranum.

Klas Ljungkvist

framkvæmdastjóri upplýsinga hjá SBAB-banka

Klas Ljungkvist, framkvæmdastjóri upplýsinga hjá SBAB-bankaKlas Ljungkvist, framkvæmdastjóri upplýsinga hjá SBAB-banka

Uppfærsla stafrænna innviða var eitt stærsta verkefni SBAB-banka hingað til og voru grunnkerfi innlána, útlána og fjárhagsbókhalds öllum skipt út. Stýring útlána er kjarnasvið bankans. Eitt af nýju kerfunum er kjarna-bankakerfið frá SAP, sem vinnur ofan á gagnagrunninum SAP HANA.

„Við bárum saman gaumgæfilega yfir 20 mismunandi hugbúnaðarbirgja sem gátu tekið þátt í svona viðamikilli uppfærslu með okkur. Það sem vó þungt í ákvörðunartökunni var farsæl innleiðing hjá öðrum sænskum banka, Landshypotek-banki, sem fór svipaða leið.”

Öryggismál voru einnig mjög mikilvæg fyrir SBAB-banka. „Með því að nútímavæða stafræna innviði og nýta okkur nýmóðins tól, þá náum við að draga úr áhættu á öryggisatvikum,” segir Klas.

Stafræn stefnumót

Ein helsta forsenda uppfærslunnar er sú að geta mætt viðskiptavinum á stafrænan máta á fundum og í ferlum. Klas Ljungkvist segir ennfremur:

SAP-kerfið og kerfin í kringum þann grunn eru ekki einu kerfi bankans. Grunnkerfin eru stöðluð og þar ætlum við ekki að reyna að aðgreina okkur frá öðrum. Bankinn aðgreinir sig með samþættingum og þjónustu, þar viljum við vera ofurhröð og tryggja okkur samkeppnisforskot.

Nýju stafrænu innviðirnir gera bankanum kleift að gera breytingar á þjónustu og vörum án þess að þurfa að eiga við kerfisstillingar grunnkerfa, sem eykur snerpu bankans talsvert segir Klas. „Markmið okkar er að geta gefið út hvað sem er, hvenær sem er. Við gefum út hugbúnaðarbreytingar og uppfærslur mánaðarlega án þess að hiksta.”

Vorþrif fylgikvilli uppfærslunnar 

Þessi innleiðing felur einnig í sér að hreinsað er til í upplýsingatæknihögun bankans. „Við höfum farið í gengum meinholla tiltekt samhliða uppfærslunni. Síðustu ár hefur ýmislegt verið innleitt í grunnkerfin, sem ætti í raun ekki að vera þar samkvæmt högun. Það að fylla grunnkerfin af einhverju óæskilegu skapar hraðahindranir seinna meir,” segir Klas.

Þegar SBAB-banki hóf vegferð sína við að uppfæra stafræna innviði, þá var ekki einungis horft til þeirra til að auka þróunarhraða. Einnig var horft til viðskiptaþróunar til að ná háleitum markmiðum. Innleiðing nýrra innviða og ný verkferli í viðskiptaþróun er afleiðing upplýsingatæknistefnu sem var mörkuð árið 2015. 

Aukin snerpa með Agile

Allar þessar breytingar eru keyrðar á Agile-aðferðafræðinni. „Við vinnum flest annað með Agile-aðferðum og við komumst náttúrulega að þeirri niðurstöðu að vinna þessar breytingar jafnt og þétt í stað þess að gefa út eina stóra útgáfu með hvelli,” segir Klas. Áður en sú ákvörðun var tekin, voru fengin ráð frá Gartner og studdu þau við jafna og þétta þróun.

„Þú hefur þegar náð langt þegar tæki og hugbúnaður eru komin upp. Svo ferðu að kynna þetta fyrir starfsfólki og innleiðir eitt ferli í einu. Þetta verklag gerði okkur kleift að vera með bæði kerfin í gangi samtímis til lengri tíma. Við einbeittum okkar að einum hluta rekstursins í senn og fórum í gegnum verkferla til að finna vandamál og árekstra til að lagfæra. Með þessari aðferð náðum við að laga tæknina í leiðinni.”

Blönduð teymi, með fólki bæði frá viðskiptaþróun og upplýsingatækni, bera ábyrgð á mörgum ferlum. Nýju stafrænu innviðirnir og Agile-aðferðafræðin gera þeim kleift að vinna óháð hvor öðru.

„Við sjáum fyrir okkur hvert skref eins og Legó-kubb sem við setjum ofan á kerfin sem þýðir að nýjar viðbætur eru fyrirferðalitlar og fljótlegar. Það þýðir líka að það er auðvelt að taka þær í burtu aftur og þannig aftengja þær, sem getur skipt sköpum fyrir okkur. Það er mikilvægt að hvert teymi get sinnt sínum hlutverkum án þess að vera háð öðrum þáttum innviða. Það eykur kröfur og væntingar á þeirri högun sem við erum að byggja upp. Til að vera fljótur þarftu að vera sjálfstæður.”

Um SBAB-banka

SBAB-banki er húsnæðisbanki í eigu sænska ríkisins og var hann stofnaður 1985. Hjá bankanum starfa um 600 manns. SBAB er stytting á sænska orðinu Statens Bostadsfinansieringsaktiebolag, sem þýðir svona nokkurn veginn „íbúðalánafyrirtæki”. SBAB-banki var með ánægðustu viðskiptavini Svíþjóðar árið 2021, bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. SBAB-banki er með 467 milljarða SEK í fasteignalánum og 145 milljarða SEK í innlánum sem er talsvert meira en Landsbankinn sem er stærsti banki Íslands.

https://images.prismic.io/new-origo/6965fd9c-bf3d-485e-b7e6-260a60554aab_Einar+Eir%C3%ADksson.jfif?auto=compress,format

Höfundur blogs

Einar Eiríksson

Forstöðumaður bankalausna

Deila bloggi