08/06/2021 • Ingi Haraldsson

Sumargræjur fyrir snjallheimilið

Þegar snjallheimilið fer í frí mælir það með vatns- og rykheldum stuðbolta, sólgleraugu sem hljóma vel og ofurlitlum minningafangara. Hér eru nokkrar græjur sem hægt er að "para" vel við fríið sem er framundan.

Vatns- og rykheldur stuðbolti

Sérðu heitan pott í framtíðinni, sjósund eða bara almenna útiveru? Þá er gott að baða sig í ljúfum tónum og þar kemur Sony SRSXB23 hátalarinn sterkur inn. Vatns-, högg- og rykheldur ásamt því að rafhlaðan endist allt að 24 klst. Ekki nema 570 gr og mjög auðvelt að para við símann gegnum NFC tenginu.

Sólgleraugu sem hljóma vel

Sólgleraugu hafa aldrei hljómað jafn vel! Viltu hreyfa þig í náttúru Íslands með uppáhalds podcastið/tónlistina eða hljóðbókina í eyrunum? Þar sem þetta eru ekki heyrnartól, heyrir þú áfram vel í umhverfi þínu og getur átt samræður við fólk í kringum þig. Hljóðið dreifist ótrúlega lítið og þeir sem eru í kringum þig heyra nánast ekki neitt.

Eldklár krakkaspjaldtölva

Spjaldtölva með uppáhaldsbókinni eða einfaldlega fyrir krakkana að leika sér með. Kid mode er sérstakt krakkaviðmót sem auðvelt er að stilla og stjórna því sem hægt er að sjá og skoða. Lenovo Tab M10 er smart spjaldtölva sem kemur með hleðsludokku.

Hljóðbækur verða meira spennandi með Bose

Bose heyrnartól eru lausnin ef þú vilt stimpla þig út og fá frið. Fyrsta flokks gæði af heyrnatólum til hlustunar á uppáhalds tónlistinni, nýjasta hlaðvarpinu eða hljóðbók?

<!-HubSpot Call-to-Action Code --><span class="hs-cta-wrapper" id="hs-cta-wrapper-9e5f5e40-0f58-4cb2-8bf2-ac1a9af056b4"><span class="hs-cta-node hs-cta-9e5f5e40-0f58-4cb2-8bf2-ac1a9af056b4" id="hs-cta-9e5f5e40-0f58-4cb2-8bf2-ac1a9af056b4"><![if lte IE 8]><div id="hs-cta-ie-element"></div><![endif]><a href="https://cta-redirect.hubspot.com/cta/redirect/6348411/9e5f5e40-0f58-4cb2-8bf2-ac1a9af056b4" target="_blank" ><img class="hs-cta-img" id="hs-cta-img-9e5f5e40-0f58-4cb2-8bf2-ac1a9af056b4" style="border-width:0px;" src="https://no-cache.hubspot.com/cta/default/6348411/9e5f5e40-0f58-4cb2-8bf2-ac1a9af056b4.png" alt="Grein 5 nýjustu trendin í mannauðsmálum 2020 Sækja greinina"/></a></span><script charset="utf-8" src="https://js.hscta.net/cta/current.js"></script><script type="text/javascript"> hbspt.cta.load(6348411, '9e5f5e40-0f58-4cb2-8bf2-ac1a9af056b4', {"region":"na1"}); </script></span><!- end HubSpot Call-to-Action Code -->

Ofurlítill minningafangari

Öll viljum við eiga myndir af æðislegum minningum úr sumarfríinu og með Zoe mini er auðvelt að prenta þær strax út. Canon Zoemini S er 8 megapixla myndavél og prentari með rafhlöðu sem þæginlegt er að ferðast með.

Ding dong, er enginn heima?

Skiljum áhyggjurnar eftir og förum örugg í sumarfríið. Snjalldyrabjalla frá Google er með innbyggðri myndavél sem gerir þér kleift að sjá í appi í símanum hver stendur við útidyrahurðina. Einnig er hægt er að tala í gegnum dyrabjölluna og komið þannig skilaboðum til þess sem hringir bjöllunni.

https://images.prismic.io/new-origo/3f1636ec-f326-4d58-a54a-55dab0f807fa_72862499_10218276278930922_7054425831686275072_n.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Ingi Haraldsson

Verslunarstjóri hjá Origo

Deila bloggi