04/01/2021 • Sævar Ólafsson

Netsala dregur úr neikvæðum umhverfisáhrifum

Stafrænar áherslur fyrirtækja og samfélagslegar breytingar vegna COVID-19 hafa stóreflt sölu hjá Origo í gegnum netið, eða sem nemur 152% aukningu milli ára. Mjög mikil aukning varð á netsölu hjá fyrirtækinu síðari hluta ársins eða alls 215%.

Netverslunin hjá okkur hefur vaxið með hverju árinu sem líður en 2020 markar klárlega tímamót í sölu í gegnum netið. Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð með þessa þróun því hún styður við marga þætti í starfsemi Origo.

Metnaðarfull stefna í sjálfbærnimálum

Starfsemi upplýsingatæknifyrirtækja snertir marga mismunandi þætti samfélagsins svo sem framleiðslu og notkun á búnaði sem og ýmis áhrif vegna mannafla í virðiskeðjunni. Upplýsingatækni geti einnig leikið stórt hlutverk þegar kemur að því að leysa vandamál í umhverfismálum og draga úr neikvæðum loftslagsáhrifum á samfélagið. Origo er sjálfur stór kaupandi búnaðar og þjónustu og er því í kjöraðstæðum til þess að hafa áhrif bæði á eigin starfsemi svo og í samstarfi við birgja og samstarfsaðila. Markmið Origo í umhverfismálum er að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á samfélagið og aukin sala í gegnum netið er einn liður í því.

Við sjáum margar leiðir til þess að efla enn frekar sölu í gegnum netið, svo sem færri heimsóknum viðskiptavina til Origo, notkun snjallskápa, dreifingu á búnaði til viðskiptavina með rafmagnsbílum, umhverfisvænni lausnum og svo endurnýtingu á gömlum búnaði. Origo vinnur að metnaðarfullri stefnu í umhverfis- og sjálfbærnimálum sem við munum tengja við alla okkar sölustarfsemi, þar á meðal sölu í gegnum netið.

Viðskiptavinir vilja skýra afstöðu

Það er gaman að sjá að viðskiptavinir Origo eru líka að velta umhverfismálum alvarlega fyrir sér. Við sjáum það klárlega í samskiptum okkar við viðskiptavini að þeir huga meira að umhverfismálum. Bæði vilja þeir að Origo móti skýra stefnu á þessu sviði, velta fyrir sér afstöðu ýmissa bigja og hvernig þeir geta svo endurnýtt búnaðinn. Sem dæmi má nefna að stærsta söluvaran til einstaklinga á árinu 2020 voru nýir púðar í QC35 heyrnartól frá Bose. Það er virkilega gaman að sjá að fólk vilji í auknum mæli endurnýta búnað og tæki í stað þess að kasta því á haugana jafnvel og kaupa sér ný, en slíkur hugsanaháttur er meira til þess fallinn að draga úr afurðum jarðarinnar, sem við viljum vitanlega alls ekki.

Þá hefur orðið algjör spregning hafi orðið í sölu á fjarvinnubúnaði ýmis konar á árinu af augljósum ástæðum. Má þar nefna þráðlaus lyklaborð, mýs, netbeinar, tölvuskjáir og vefmyndavélar. Þrátt fyrir mikla sölu í búnaði fyrir heimavinnu voru Lenovo fartölvur langstærsti veltuflokkurinn í sölu yfir netið hjá Origo.

Origo mun halda áfram að þróa sölu í gegnum netið með þeim hætti að hún dragi úr umhverfisáhrifum en auka um leið nýsköpun í þjónustu til viðskiptavina. Meðal nýrra lausna eru snjallbox þar sem viðskiptavinir geta sótt og skila vöru þegar þeim hentar. Þeir þurfa því ekkert að fara sérferðir í verslunina, heldur mæta við hentugleika. Þessi lausn hefur reynst okkur afar vel í COVID-ástandinu því fólk hefur ekkert þurft að mæta inn í afgreiðslustaði Origo en getur þess í stað afgreitt sig sjálft í gegnum netið og sótt í snjallboxin að nóttu eða degi. Við höfum afhent hundruð pakka í viku hverri í gegnum boxin okkar og líklega hefur notkunin þrefaldast á einu ári. Ég spái því að árið 2021 verði áfram með samskonar hætti; við munum sjá aukningu á  netinu og ýmis konar nýjungar munu leysa gamlar lausnir af hendi undir merkjum nýsköpunar og umhverfisverndar.

Heitustu vörurnar í netverslun Origo 2020.

 Topp 5 á einstaklingsmarkaði:

  1. Púðar fyrir Bose QC35 heyrnartól

  2. Bose Soundlink Mini II Special Editition hátalarar

  3. Lenovo Tab M10 Plus spjaldtölva

  4. Bose NC 700 heyrnartól

  5. Canon Selphy prentarar

 Topp 5 á fyrirtækjamarkaði:

  1. Fartölvur

  2. Sjónvörp

  3. Heyrnartól

  4. Myndavélar

  5. Heimabíó

https://images.prismic.io/new-origo/c66eae42-400d-4667-ac53-ef3be2c21256_S%C3%A6var.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Sævar Ólafsson

Liðsstjóri stafræn sala og þróun

Deila bloggi