05/10/2022 • Björn Gunnar Birgisson
ThinkPad fagnar 30 ára afmæli
Fyrir 30 árum síðan kom fyrsta ThinkPad fartölvan á markað en ThinkPad hönnunin sameinar form og notagildi á einstakan hátt ásamt því að bæta upplifun notandans með áherslu á gæði.
Þann 5. október árið 1992 fæddist fyrsta ThinkPad fartölvan og breytti leiknum. Tölvan hét ThinkPad 700c. Hönnuðir IBM horfðu til hins japanska Bento nestisbox þegar þessi klassíska vél var hönnuð sem vann yfir 300 verðlaun á tveimur mánuðum. ThinkPadinn varð strax stöðutákn og hefur þjónað á fjarlægustu stöðum heimsins ásamt ótal ferðum út í geim og má segja að hún hafi breytt heiminum til hins betra.

ThinkPad hönnunin sameinar form og notagildi á einstakan hátt ásamt því að bæta upplifun notandans með áherslu á gæði. 30 árum síðar eru nýjustu vélarnar enn auðþekkjanlegar sem hin einstaka ThinkPad fartölva.
Björn Gunnar Birgisson hefur verið vörustjóri ThinkPad í rúmlega 20 ár og segir margt hafa breyst síðan fyrsta ThinkPad tölvan var kynnt til leiks.
„Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með tækniþróun síðustu ára, vinna með flottasta framleiðandanum og sjá fartölvur þróast úr rúmlega 3 kg vélum í 1 kg á meðan afköst hafa rúmlega 200 faldast.“

30 ár er langur tími í tölvuheiminum þar sem lögmál Moore lifir góðu lífi og hafa verið framleiddar um 200 milljón ThinkPad fartölvur á þeim tíma. Fyrstu vélarnar kostuðu nánast bílverð en það hefur aldeilis breyst.
Björn segir ferðalagið hafa verið magnað og flestir átti sig ekki á því hversu mikið frelsi ThinkPad hefur veitt notendum.
„Hönnuðir ThinkPad halda í japanskar hefðir í bland við hátækni morgundagsins og hafa verið leiðandi þegar kemur að innleiðingu nýjunga. Það er samt eitthvað notalegt við það að vita að hverju notandinn gengur þegar hann endurnýjar ThinkPad vélina sína. Hágæðavara og frábær árangur í þjónustu hefur skilað sér í yfir 50% markaðshlutdeild á fyrirtækjamarkaði enda segi ég alltaf að allir eigi skilið að fá ThinkPad,“ segir Björn að lokum.

Tímalína ThinkPad
1992: ThinkPad 700c - fyrsta vélin með litaskjá
1993: ThinkPad 750c - fyrsti ThinkPadinn í geimferðum
1994: ThinkPad 755CD - fyrsta fartölvan með geisladrifi
1997: ThinkPad 770 - fyrsta fartölvan með DVD drifi
1999: ThinkPad 600 - fyrsta ofurlétta fartölvan fyrir fólk á ferðinni
2000: ThinkPad i1300 - fyrsta fartölvan með innbyggðu WIFI
2000: 10 milljón ThinkPad véla seldar
2003: ThinkPad T - fyrsta vélin með diskaöryggiskerfi (APS)
2004: ThinkPad fyrsta vélin með fingrafaralesara
2005: stóra árið þegar Lenovo eignast IBM PC
2006: fyrsta Lenovo ThinkPad vélin, X41
2008: ThinkPad X300 - þynnsta og léttasta 13" vélin á markaðnum
2009: ThinkPad W700ds - fyrsta fartölvan með 2 skjám
2012: ThinkPad X1 Carbon - léttasta 14" vélin á markaðnum og er enn
2014: 100 milljón ThinkPad seldar
2016: ThinkPad X1 Yoga - fyrsta fyrirtækjafartölvan með OLED skjá
2018: ThinkPad X1 Extreme er öflugasta X1 frá upphafi
2020: ThinkPad Fold - fyrsta samanbrjótanlega fartölvan
2022: 200 milljón ThinkPad véla seldar
2022: 10 ára afmæli X1 Carbon og 10 milljón vélar seldar
Höfundur blogs
Björn Gunnar Birgisson
Vörustjóri
Deila bloggi