27/08/2021 • Ágúst Þór Gylfason

Þjóðleikhúsið hrífur með stafrænum merkingum

Hvernig er hægt að tryggja að ný tæknilausn falli vel að sýnileika rúmlega 70 ára friðaðrar byggingar eins og Þjóðleikhússins? Lestu um hvernig sérfræðingar Origo unnu að því vandasama verkefni að samræma stafræna skjái við útlit Þjóðleikhússins, sem hefur dre...

Þjóðleikhúsið

Sumarið 2020 var tæknimönnum Þjóðleikhússins lagt fyrir það verkefni að hanna stafræn skilti fyrir húsið til að taka við af gömlu, hefðbundnu skiltunum framan á byggingunni.  Markmiðið var að geta sýnt stöðugt breytilega sýningartíma og stiklur fyrir komandi verk með glæsilegum myndskeiðum í miklum gæðum. Þjóðleikhúsið hafði samband við Origo til að taka verkefnið að sér og stýra því frá upphafi til enda.

Þjóðleikhúsið er eitt af tveimur aðalleikhúsum Reykjavíkur, og dregur það að sér athygli fyrir glæsilegan byggingarstíl þar sem gráir tónar skapa skemmtilegar andstæður. Öll byggingin er stórglæsileg, frá rauðteppalögðum gólfunum til gylltra og silfraðra skreytinganna. Leikhúsið, sem hannað var af Guðjóni Samúelssyni, opnaði formlega 20. apríl 1950. Síðan 2020 hefur Magnús Geir Þórðarson starfað sem leikhússtjóri og hefur leikhúsið vakið aukinn áhuga landsmanna með miklu úrvali af fjölbreyttum sýningum, bæði nýjum og gömlum verkum, íslenskum og erlendum.

Listræna áskorunin var að ganga úr skugga um að stafrænu skiltin myndu virka í samhljómi með útliti byggingarinnar, auk þess sem þau þurftu að skila af sér frábærum myndgæðum í hvaða ljósaskilyrðum sem er. Einnig þurftu þau að geta staðið af sér veðurharðindi landsins.

Hönnun sem hentar vel við íslenskar aðstæður

Origo íhugaði ýmsa LED möguleika en ákvað á endanum að velja XtremeTM hábirtu útiskilti frá hljóð- og mynd tæknifyrirtækinu Peerless-AV. Í yfir 75 ár hafa ástríða og nýsköpun verið drifkraftur Peerles-AV. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæðavörur, hvort sem um ræðir úti- og inni upplýsingaskjái, rafræn skilti, ýmsar festingar og lausnir fyrir uppsetningu.

Þar sem Þjóðleikhúsið er friðuð bygging var mikilvægt að skjáirnir færu vel með einföldum stíl hússins. Xtreme 65“ útgáfan er mjög þunn og situr nálægt veggnum, sem er fullkomið útlit fyrir þessa notkun. Auk þess, sökum veðurhörkunnar á Íslandi og staðsetningu skjánna, var ótrúlega mikilvægt að nýtast við veðurhelda hönnun. Xtreme skjáirnir frá Peerless-AV voru þeir einu á markaðnum sem voru með IP66 vottun og hæstu virkni í háum og lágum hita. Við hjá Origo erum ánægð þar sem viðskiptavinurinn var ánægður með bæði uppsetninguna og útkomuna, sagði Ágúst Gylfason verkefnastjóri hjá Origo.

Ágúst Gylfason

verkefnastjóri hjá Origo

Xtreme 65“ skjáirnir bjóða upp á framúrskarandi myndgæði auk góðrar endingar og þols. Skjáirnir hafa 2500 nit í birtustig og sést vel á þá í sólskini, en það sker niður glampa og eykur sjónskilyrði. Þar sem þeir notast ekki við loftop eða HVAC búnað eru skjáirnir vatnsheldir, vinna í skilyrðum frá -35°C til 60°C, eru IP66 vottaðir gegn raka og ryki, og eru með IK10 vottað öryggisgler.

Stafræn lausn sem prýði er að

Origo uppsetningu á fjórum 65“ Xtreme hábirtu útiskjám í portrait stillingu í júlí, en sökum takmarkana vegna COVID þurfti að fresta lokadagsetningu fram í miðjan september. Xtreme skjárinn var festur á vegginn með sérstakri úti veggfestingu, sem er innifalið með XHB652-EUK og tryggir örugga uppsetningu, en einnig bætti Origo við sérsmíðuðum römmum. BrightSight XD234 4K Media Players, eru svo notaðir til að stjórna skjáunum og sér markaðsdeild Þjóðleikhússins um það.

Við getum með sanni sagt að þetta hefur verið mjög jákvæð breyting. Hér áður fyrr vorum við með prentuð veggspjöld sem tók heilmikinn tíma og orku að skipta út, en nú erum við með þessa skjái sem eru í miklum gæðum og er hægt að stýra hvaðan sem er. Starfsfólkið er stolt af þessum breytingum og gangandi vegfarendur stoppa gjarnan og dást að skjáunum. Það sem ég er ánægðastur með er hversu vel maður sér á skjáina, jafnvel þegar sólin skín beint á þá

Sváfnir Sigurðarson

markaðsstjóri Þjóðleikhússins

Um hljóð- og myndlausnir Origo

Origo býr yfir 30 ára reynslu í sölu, hönnun og uppsetningu á skjálausnum. Við bjóðum upp á lausnir fyrir öll rými, úti sem inni, allt frá kaffihúsum, skólastofum og fundarherbergjum upp í útiskjái fyrir almenningsrými, stóra ráðstefnusali og flugstöðvar. Með því að velja Origo sem samstarfsaðila setur þú traust þitt á sterkt teymi sérfræðinga og öflug vörumerki sem munu styðja við þitt verkefni.

https://images.prismic.io/new-origo/2d0487a5-cdb9-443f-ade7-1843f799ffc8_%C3%81g%C3%BAst+%C3%9E%C3%B3r+Gylfason.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Ágúst Þór Gylfason

Vörutjóri

Deila bloggi