02/12/2022 • Óskar Páll Elfarsson

Vertu Flex! Við borgum þér fyrir gamla hátalarann

Hér fer Óskar Páll Elfarsson, vörustjóri Bose á Íslandi, yfir eina erfiðustu ákvörðunina sem heimili standa frammi fyrir þessa dagana.

Óskar Páll er vörustjóri Bose á Íslandi

Flest öll heimili landsins standa frammi fyrir sama vandamálinu. Ákvörðunin getur tekið einhver ár hjá sumum og reynst mörgum erfið. Hér er að sjálfsögðu um að ræða þá ákvörðun hvenær rétti tíminn sé til þess að losa sig við gamla Bluetooth hátalarann og fá sér nýjan.

Nú er búið að leysa þetta mál og rétta svarið er; núna! Origo býður öllum að koma með gamla Bose hátalarann sinn og nýta sem 5.000 króna inneign upp í nýjan og stórglæsilegan Bose SoundLink Flex.

Bose SoundLink Flex hátalarinn kemur í þremur litumBose SoundLink Flex hátalarinn kemur í þremur litum
 • Ég á gamlan Bose hátalara sem ég missti af svölunum á fjórðu hæð niður á malbik og svo kom valtari og keyrði yfir hann, get ég nýtt hann?
  - Að sjálfsögðu! Við gerum engar kröfur um hvort hann sé í lagi eða ekki, bara að það sé Bose hátalari.

 • Hvað ætlið þið eiginlega að gera við þessa gömlu hátalara, fara þeir bara beint í ruslið?
  - Alls ekki, við flokkum þá í tvo flokka. Þeir sem virka fá framhaldslíf og verða gefnir í gott málefni þar sem þeir munu koma að góðum notum. Þeir sem ekki virka fara í raftækjaendurvinnslu þar sem þeir fá græna og ábyrga förgun.

 • Þetta er frábært tilboð, hvernig nýti ég mér þetta?
  - Þú mætir með gamla hátalarann í verslun okkar í Borgartúni 37 eða á skrifstofu Origo á Hvannarvöllum 14 á Akureyri og labbar skömmu síðar út með nýjan Bose Flex hátalara.

 • Ég á Bose SoundLink mini sem ég hef alltaf haldið upp á, stenst Flex einhvern samanburð?
  - Þetta var okkar lang vinsælasti hátalari og því pottþétt mun fleiri í þínum sporum. Bose Flex hátalarinn er að okkar mati jafn góður ferðafélagi og bara betri ef eitthvað er. Hann er algjörlega vatnsheldur og getur því komið með þér í bað eða á ströndina. Þú mátt meira að segja henda honum í heita pottinn og hann flýtur. Hann er nokkuð höggheldur og úr efnum sem þola allskonar meðferð. Hljómurinn er svo eins og við þekkjum frá Bose, alveg ótrúlega góður!

Bose SoundLink Flex er alveg vatnsheldurBose SoundLink Flex er alveg vatnsheldur

Það er algjörlega kjörið að nýta þetta tækifæri til að gera kjarakaup og taka grænt umhverfisskref í leiðinni.  Taka til í geymslunni og eignast frábæran Bose SoundLink Flex hátalara sem er til í að halda uppi stemningunni með þér hvar sem er.

Besti bluetooth ferðahátalari sem hægt er að fá.

CNET.COM

0:00

0:00

Tæknimolar:

 • Góður hljómur hvort sem hann hangir, stendur eða liggur

 • Vatns- og rykheldur (IP67)

 • Allt að 12 klst rafhlöðuending

 • Sterkbyggður og þolir ýmislegt

 • Tengist Bluetooth við aðra Bose hátalara

https://images.prismic.io/new-origo/1e1e65c3-0024-4609-9da0-039c1389ad04_1637767802166.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Óskar Páll Elfarsson

Vörustjóri Bose

Deila bloggi