01/10/2020 • Örn Kristinsson

Viltu bæta netsambandið heima hjá þér?

Ertu í vandræðum með netið heima hjá þér? Geturðu ekki notast við nýju heimaskrifstofuna inn í bílskúr því netsambandið er svo lélegt? Nú sem aldrei fyrr þurfum við að treysta á gott net heima fyrir. Mörg okkar eru í fjarvinnu og því mikilvægt að tryggja sterkt netsamband svo við missum ekki tengingu á miðjum fundi eða í mikilvægu spjalli.  

Af hverju vilja fleiri öflugri netbúnað?

Flest okkar eru með router / netbeini frá þjónustuaðila sem hafa dugað hingað til. Nú finna sum okkar þörf fyrir að fá öflugri netbúnað til að anna því mikla álagi sem er á netinu og til að eiga auðveldar með að viðhalda góðu netsambandi, burt séð frá því í hvaða rými er verið að vinna. Það er ýmislegt sem getur dregið úr drægni netsins svo sem glerveggir inn í íbúð, járnabinding í steypu og eldvarnarveggir. Það þarf því að huga að ýmsu þegar á að velja nýjan netbúnað.  

Það eru nokkrar mismunandi leiðir sem hægt er að fara til að bæta netsambandið heima. Það er hægt að kaupa nýjan og öflugri router og skila inn gamla routernum frá þjónustuaðila, eða bæta við aukabúnaði og tengja við routerinn sem við erum með nú þegar.   

Burt séð frá því hvaða leið sem er farin, þá mælum við með að byrja á að skoða eftirfarandi:  

  • Eru netlagnir í íbúð?  

  • Eru engar netlagnir í íbúð? 

  • Viltu nota gamla routerinn en bæta við auka lausnum? 

 Ef netlagnir eru til staðar í húsnæði  

Ef það eru til staðar netlagnir í íbúðinni þá er mælum við með búnaði frá UniFi. Þá er ýmist hægt að kaupa router, sviss og þráðlausa punkta (access points) eins og UAP-AC-Lite og UAP-AC-LR í sitthvoru lagi eða núna í einni græju sem heitir UniFi Dream Machine. Þessi nýja græja hentar vel í flest húsnæði. Ef húsnæðið er mjög óvinvætt þráðlausum lausnum, þá gæti þurft að bæta við þráðlausum punktum. Ef Dream Machine hentar fyrir þínar aðstæður og þú ert búinn að setja hana upp, þá geturðu skilað inn gamla routernum frá þjónustuaðilanum. Á öllum búnaði frá UniFi er hægt að skipta upp netinu (VLAN), t.d. búa til gestanet. 

Ef engar netlagnir eru í húsnæði 

Í gömlum húsum þá eru oft á tíðum engar netlagnir til staðar. Þá mælum við að keypt sé AmpliFi AFI-R router, Google Nest Wifi eða TP-Link router. 

AmpliFi 

Það er ýmist hægt að fá routerinn stakan eða með tveimur „mesh“ þráðlausum punktum (AFI-HD). Það er einnig hægt að kaupa aukalega tvo þráðlausa punkta. Þumalputtareglan er sú að routerinn sjálfur dugi fyrir ca. 100 fm og hver „mesh“ punktur dugi fyrir auka 50 fm. Þráðlausu punktarnir geta unnið með öðrum „mesh“ routerum, en virka þó best með AmpliFI HD routernum. Fyrir þá sem spila mikið tölvuleiki þá er hægt að kaupa sérstakan AmpliFi Gaming router með tveimur „mesh“ þráðlausum punktum. Gaming routerinn gefur þér tækifæri á að stilla netið sérstaklega til að minnka “lagg” þegar verið er að spila og “ping” verður betra. AmpliFi kemur í staðinn fyrir gamla routerinn og því er hægt að skila honum inn. Það er einnig hægt að skipta upp netinu með búnaðinum og t.d. búa til gestanet. 

Google Nest Wifi 

Hægt er að fá routerinn með einum eða tveimur auka “mesh” þráðlausum punktum. Erfitt er að gefa upp fermetrafjölda þar sem gerð veggja, fjöldi hæða og staðsetning skiptir allt saman jafn miklu máli og fermetratalan. Oft dugar beinirinn ásamt einum auka punkt vel í 150 fermetra rými en gott væri að fara í tvo auka punkta í yfir 200 fermetra rými. Afar einfalt er að setja upp Google netbúnaðinn. Hann kemur með innbyggðum raddstýrðum Google hátalara og möguleika á allskyns foreldrastillingum til þess að stjórna neti heimilisins. Google Nest Wifi kemur í staðinn fyrir gamla routerinn og því er hægt að skila honum inn. 

Google Nest Wifi er ekki til sem stendur en hann kemur í verslun okkar í nóvember.  

TP-Link 

Eru öflugari routerar en flestir þjónustuaðilar eru með.   

 AmpliFi er dýrastur af þessum lausnum en að sama skapi öflugastur. 

Nota gamla routerinn en bæta við auka lausnum  

Ef við viljum bæta netið með eins litlum tilkostnaði og mögulegt er, þá er hægt að skoða tvær leiðir:   

  1. Nota router frá þjónustuaðila og kaupa búnað til að nota yfir rafmagn. Um að gera að prófa fyrst nálægt routernum að nota WPS-hnappinn á routernum og síðan pörunar hnappinn á tækinu sem fer á fjarendann. Bíða eftir að tækin tengist hvoru öðru og fara með tækið þar sem á að nota það (getur tekið smá tíma fyrir tækin að finna hvort annað).  

  2. Nota router frá þjónustuaðila og kaupa UniFi þráðlausa punkta. Hérna þarf að skoða vel að SSID (Service Set Identifier) sé það sama á routernum og á þráðlausu punktunum. Ef SSID er ekki það sama, þá er í raun verið að nota tvö mismunandi net (roaming) og því getur síminn eða tölvan misst samband þegar þú ert að færa það á milli staða innan húsnæðisins .  

Það eru til ýmiskonar öpp til að mæla styrk nets þegar maður er að prófa sig áfram. Við mælum með WiFiman frá Ubiquiti sem er bæði til fyrir Android og IOS. 

Við erum sérfræðingar í netlausnum 

Hjá Origo starfar fjöldinn allur af sérfræðingum sem hafa áratuga reynslu af netlausnum, hvort sem er fyrir einstaklinga eða stærri fyrirtæki. 

https://images.prismic.io/new-origo/9eac6081-d6eb-4dba-82c0-63df1318bd25_Mynd+%C3%96rn+2.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Örn Kristinsson

Vörustjóri samskiptalausna

Deila bloggi