31/01/2023 • Magnús Máni Hafþórsson

VÍS: Snjallari rekstur og betri yfirsýn með SAP S/4HANA

Framtíðarsýn VÍS er að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka. Á sama tíma veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Til þess að fá aukið aðgengi að fjármálagögnum á rauntíma var ákveðið að skipta yfir næstu kynslóðar ERP kerfi með SAP lausnum Origo.

Tilbúin fyrir verkefni framtíðarinnar

Áður en VÍS uppfærði ERP kerfi félagsins var ljóst að það voru ýmsar áskoranir ─ sem og tækifæri. Kominn var tími á að uppfæra notendaviðmót ERP kerfisins. Einnig fylgdu áskoranir við samþættingu gagna frá SAP® yfir í gagnageymslur til að auka gagnadrifni og fá mikilvæga innsýn í gögn fyrirtækisins.

VÍS valdi SAP og Origo sem þjónustuaðila vegna skuldbindingu SAP til framþróunar

Eftir innleiðingu á ERP kerfinu hefur VÍS öðlast góða yfirsýn í fjármálum þar sem  rauntímagögn og hraðari skýrslugerð eru í lykilhlutverki. Þetta hefur einnig hraðað endurskoðun ársreikninga, þökk sé gæðum gagna. Staðlað hugbúnaðarumhverfi felur einnig í sér færri flækjur.

Með SAP S/4HANA höfum við byggt upp staðlað, öflugt og áreiðanlegt fjárhagskerfi sem gefur okkur skýr og áreiðanleg gögn.

Trausti Elísson

Þróunarstjóri hjá VÍS

Mikilvægi gagna á eftirlitsskildum og gagnadrifnum markaði

VÍS vann með Origo að innleiðingu SAP S/4HANA® og nýtti sér hýsingar og þjónustulausnir Origo fyrir SAP S/4HANA® svítuna.

Eftir að hafa innleitt SAP S/4HANA® á aðeins fimm mánuðum nýtur VÍS nú góðs af því að hafa allar SAP lausnirnar á einum stað; allt frá hýsingu og hugbúnaðarþjónustu til gagna sem geymd eru í SAP S/4HANA.®  VÍS stefnir jafnframt á að nýta notendaupplifun SAP Fiori® til að búa til snjallara og áreiðanlegt notendaviðmót.

https://images.prismic.io/new-origo/c04360cc-3ce5-458e-b959-783339a687a2_Magn%C3%BAs+M%C3%A1ni.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Magnús Máni Hafþórsson

Markaðssérfræðingur

Deila bloggi