28. FEBRÚAR 2023

AÐALFUNDUR ORIGO HF.

Verður haldinn 21. mars 2023, kl. 14:00 í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37, Reykjavík

Dagskrá fundarins
   
1.     Skýrsla stjórnar um starfsemi þess síðastliðið rekstrarár
2.     Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á reikningsárinu
3.     Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og fyrir setu í undirnefndum
4.     Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu félagsins
5.     Kosning stjórnar félagsins
6.     Kosning endurskoðanda
7.     Tillaga stjórnar um staðfestingu á skipan tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd
8.     Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá
9.     Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. gr. hlutafélagalaga 
10.  Önnur mál
 
Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning
Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með nægilegum fyrirvara til að unnt sé að taka mál til meðferðar á fundinum. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en (i) 10 dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 14:00 laugardaginn 11. mars 2023, eða (ii) viku eftir að endanleg gögn skv. 4. mgr. 88. gr. laga nr. 2/1995 hafa verið gerð tiltæk, hvort tímamarkið sem síðar kemur. Tillögur skulu berast á netfangið stjorn@origo.is. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.
 
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins.
 
Aðrar upplýsingar
Endanleg dagskrá svo og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og allar tillögur, verða hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins og munu jafnframt liggja frammi á skrifstofu félagsins tveimur vikum fyrir fund, þ.e. frá og með 7. mars 2023 í samræmi við samþykktir félagsins. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. a. hlutafélagalaga og samþykkta félagsins skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynningar um framboð skulu berast á stjorn@origo.is. Tilkynnt verður um framboð til stjórnar á heimasíðu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn.
 
Tillaga tilnefningarnefndar félagsins um samsetningu stjórnar er aðgengileg á heimasíðu félagsins. Endanlegar upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Tillaga stjórnar um staðfestingu á skipan tveggja nefndarmanna í tilnefningarnefnd er aðgengileg á heimasíðu félagsins.
 
Reykjavík, 28. febrúar 2023
stjórn Origo hf.
 
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á heimasíðu félagsins, www.origo.is.