17. DESEMBER 2021

Leiðrétting: Origo hf. hefur samið við Landsbankann hf. um endurfjármögnun á langtímaskuldum félagsins með langtímafjármögnun að fjárhæð 1.500 milljónir króna.

Origo hf. hefur samið  við Landsbankann hf. um endurfjármögnun á langtímaskuldum félagsins  með langtímafjármögnun að fjárhæð 1.500 milljónir króna.
Fjármögnunin felur annarsvegar í sér lán að fjárhæð 1.000 milljónir króna sem meðal annars mun nýtt til uppgreiðslu eldri lána félagsins og hins vegar lánalínu að fjárhæð 500 milljónir króna.
Bæði lán byggja á vaxtakjörum með grunni í REIBOR vöxtum en nú með marktækt hagstæðara álagi og meiri sveigjanleika sem endurspeglar efnahagslegan styrk félagsins.  Viðskiptakjör eru að öðru leyti trúnaðarmál á milli aðila.
Lánasamningurinn er til 5 ára og samningur um lánalínu til 2 ára.
Nánari upplýsingar:
Gunnar Petersen Fjármálastjóri Origo hf.
gp@origo.is
sími: 825 -9001