30. SEPTEMBER 2020

Origo hf. - Breytingar á framkvæmdarstjórn Applicon AB

Reykjavík, 30.september 2020


Victoria Sundberg hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri hjá Applicon AB í Svíþjóð, dótturfélags Origo hf.

Victoria hefur víðtæka reynslu á sviði upplýsingatækni fyrir fjármálastofnanir. Hún hefur m.a leitt svið Greiðslu og Kjarnakerfa  fyrir fjármálastofnanir hjá Crosskey Banking Solutions AB LTD.

Victoria mun hefja störf á fjórða ársfjórðungi 2020 og  Hakon Nyberg mun áfram leiða félagið tímabundið þangað til hún hefur störf.


Ingimar Bjarnason, Stjórnarformaður Applicon AB:

„Reynsla Victoríu á sviði viðskiptatengsla, nýsköpunar og fjármálastarfssemi mun án efa nýtast Applicon vel á komandi misserum og hlökkum við til að fá hana í okkar hóp“.Nánari upplýsingar

Ingimar Bjarnason í síma 842-4332 eða igb@origo.is