17. DESEMBER 2021

Origo hf. hefur samið við Landsbankann hf. um endurfjármögnun á langtímaskuldum félagsins með langtímafjármögnun að fjárhæð 1.500.000 milljónir króna.

Origo hf. hefur samið  við Landsbankann hf. um endurfjármögnun á langtímaskuldum félagsins með langtímafjármögnun að fjárhæð 1.500.000 milljónir króna.

Fjármögnunin felur annarsvegar í sér lán að fjárhæð 1.000.000 milljónir króna sem meðal annars mun nýtt til uppgreiðslu eldri lána félagsins og hins vegar lánalínu að fjárhæð 500 milljónir króna.

Bæði lán eru með grunn í óverðtryggðum breytilegum íslenskum vöxtum, en nú með marktækt hagstæðara álagi og meiri sveigjanleika sem endurspeglar efnahagslegan styrk félagsins. Viðskiptakjör eru að öðru leyti trúnaðarmál á milli aðila.

Lánasamningurinn er til 5 ára og samningur um lánalínu til 2 ára.

Nánari upplýsingar:
Gunnar Petersen Framkvæmdarstjóri fjármála
gp@origo.is
Sími: 825 -9001