19. JANÚAR 2023

Origo hf. - Opinbert tilboðsyfirlit og kynning vegna valfrjáls tilboðs AU 22 ehf. til hluthafa Origo hf.

Þann 14. janúar 2023 birti AU 22 ehf. auglýsingu í dagblaði þar sem boðað var að tilboðsyfirlit vegna valfrjáls tilboðs AU 22 ehf. til hluthafa Origo hf. yrði birt 19. janúar 2023.

Tilboðsyfirlitið ásamt kynningu á valfrjálsa tilboðinu má finna í viðhengi.

Tilboðsyfirlitið og önnur gögn verða einnig aðgengileg á heimasíðu umsjónaraðila valfrjálsa tilboðsins, Arion banka, á slóðinni www.arionbanki.is/tilbod-origo og munu hluthafar sem hyggjast taka tilboðinu geta samþykkt það rafrænt á sömu heimasíðu.

Frekari upplýsingar veitir Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka í síma 444-7000 eða tölvupósti origo@arionbanki.is