24. OKTÓBER 2022

Origo hf. - Sala á Tempo staðfest, söluandvirði greitt að fullu -

Þann 5. október sl. var tilkynnt að Origo hf. (Origo) og Diversis Tempo Holdings II, LLC), félag á vegum bandaríska tæknifjárfestingarsjóðsins Diversis Capital (Diversis) hefðu náð samkomulagi um skuldbindandi kaupsamning um sölu Origo á öllum eignarhlut félagsins í Tempo Ultimate Parent, LLC (Tempo) til Diversis. Um var að ræða tæplega 40% eignarhlut í Tempo. 
 
Virði Tempo í viðskiptunum (e. Enterprise Value) er um 600 milljónir USD. Samkvæmt kaupsamningi fær Origo greiddar í reiðufé 195 milljónir USD fyrir eignarhlut sinn. Áætlaður söluhagnaður Origo er um 156 milljónir USD að teknu tilliti til bókfærðs virðis og kostnaðar vegna viðskiptanna. 
 
Söluandvirði eignarhlutarins samkvæmt kaupsamningi hefur nú verið greitt að fullu til Origo. 
 
Origo hefur nú þegar varið sig fyrir gengissveiflum í USD og ljóst er að söluandvirðið í ISK er um 28 milljarðar. 
 
Salan á Tempo mun hafa umtalsverð jákvæð áhrif á efnahagsreikning Origo þar sem lausafjárstaða styrkist og geta til innri og ytri vaxtar verður umtalsverð. Stjórn og framkvæmdastjórn Origo munu vinna að tillögu um ráðstöfun söluandvirðisins sem verður kynnt hluthöfum í framhaldinu.

Nánari upplýsingar veita Jón Björnsson, forstjóri (jb@origo.is), sími 693-5000, og Gunnar Petersen, fjármálastjóri (gp@origo.is), sími 825-9001.