23. NÓVEMBER 2021
Origo hf. - Tempo kaupir Roadmunk
Tempo hlutdeildarfélag Origo tilkynnti í dag um kaup á félaginu Roadmunk, Inc („Roadmunk“)
sem er staðsett í Ontario, Kanada.
Roadmunk er hugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum að byggja upp, hanna og miðla stefnu fyrir hugbúnaðarvörur með sjónrænum hætti.
Árlegar tekjur hjá fyrirtækinu eru um USD 12,5 milljónir og er félagið með jákvætt sjóðstreymi.
Kaupin er fjármögnuð af Tempo og engin ný hlutabréf eru gefin út vegna viðskiptanna. Eignarhlutur Origo hf í Tempo er óbreyttur eftir viðskiptin.
Áætlað er að kaupin gangi endanlega í gegn fljótlega eftir undirskrift.
Frekari upplýsingar má sjá í meðfylgjandi fréttatilkynningu frá Tempo.