17. JANÚAR 2023

Origo hf. - Tilkynning vegna viðskiptavaktar

Í ljósi auglýsingar frá AU 22 ehf. um valfrjálst tilboð til hluthafa Origo hf. sem birt var 14.1.2023 þar sem fram kemur að tilboð þeirra nær ekki til hluthafa Origo sem skráðir eru í hlutaskrá eftir lok viðskiptadags 18.1.2023, sem og yfirlýsts vilja AU 22 til afskráningar hlutabréfa Origo úr kauphöll, mun Landsbankinn ekki sinna viðskiptavakt með hlutabréf Origio frá og með 17.1.2023 og á meðan tilboðstímabilinu stendur.

Viðskiptavakt félagsins verður endurskoðuð þegar niðurstaða valfrjálsa tilboðsins liggur fyrir, eða þegar hlutabréf Origo hafa verið tekin af athugunarlista Nasdaq Iceland.