21. APRÍL 2021

Origo hf. – Uppgjör 1. ársfjórðungs 2021 birt 29.apríl, rafrænn afkomufundur 30. apríl 2021

Reykjavík 21.apríl 2021

Origo hf. mun birta uppgjör fyrir 1. ársfjórðung 2021 eftir lokun markaða fimmtudaginn 29. apríl næstkomandi.

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörs 1. ársfjórðungs félagsins verður haldinn föstudaginn 30.apríl næstkomandi. 

Á fundinum munu Jón Björnsson forstjóri og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs kynna rekstur og afkomu félagsins og svara fyrirspurnum.

Fundurinn hefst kl. 08:30 og fer fram í gegnum fjarfundabúnað, en einnig verður hægt að fylgjast með netstreymi af fundinum.

Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast hér: https://www.origo.is/um-origo/fjarfestar og í fréttakerfi Nasdaq Iceland.

Skráning fer fram hér: https://www.origo.is/fjarfestakynningNánari upplýsingar

Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@origo.is