27. APRÍL 2022

Origo hf. - Uppgjör 1. ársfjórðungs 2022 og fjárfestafundur um Tempo

Origo hf. mun birta afkomu fyrir fyrsta ársfjórðung 2022 eftir lokun markaða miðvikudaginn 4. maí næstkomandi.

Eins og áður hefur verið tilkynnt um mun Origo ekki halda hefðbundnar fjárfestakynningar fyrir niðurstöður fyrsta og þriðja ársfjórðungs. Þess í stað mun félagið bjóða fjárfestum og markaðsaðilum til kynningar á einstökum rekstrarþáttum félagsins. Með þessu móti fá fjárfestar tækifæri til að kynnast félaginu enn betur. Fjárfestakynningar annars og fjórða ársfjórðungs verða með hefðbundnu sniði.

Origo býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar með Mark Lorion forstjóra Tempo fimmtudaginn 5. maí kl. 10:00.

Á fundinum mun Mark fjalla um hvernig fyrirtækið og vörur þess hafa þróast undanfarin ár. Kynningin og umræður munu fjalla um framtíðarsýn fyrirtækisins er fellst í því að bjóða tímaskráningar- og verkefnastjórnunarkerfi fyrir nútíma vöru- og verkefnateymi. Mark mun einnig fjalla um kaupin á Roadmunk og ALM Works og hvaða tækifæri þau fyrirtæki veita Tempo.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Origo og Tempo, Borgartúni 37, 105 Reykjavík.

Skráning á fundinn fer fram hér: https://www.origo.is/fjarfestakynning

Nánari upplýsingar
Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@origo.is