22. DESEMBER 2021

Tempo, hlutdeildarfélag Origo tilkynnti í dag um kaup á ALM Works Inc.

Tempo, hlutdeildarfélag Origo tilkynnti í dag um kaup á ALM Works Inc. („ALM Works“), með aðsetur í Newton, Massachusetts. 
 
ALM Works er hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur þróað verkefnastjórnunarkerfi fyrir hugbúnaðargerð sem hjálpar þróunarteymum að bæta ákvarðanatöku, auka skilvirkni og ná tilætluðum árangri. 
 
Árlegar endurteknar tekjur (ARR) fyrirtækisins eru um það bil USD 23 milljónir og EBITDA framlegð yfir 20%. 
 
Kaupin eru fjármögnuð af hluthöfum Tempo, ytri fjármögnun og útgáfu nýrra hluta. Eignarhlutur Origo hf í Tempo verður um 41% eftir kaupin. 
 
Nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi fréttatilkynningu frá Tempo.