18/09/2023

Áskoranir hjúkrunarheimila leystar með tækni?

Origo hélt viðburð þar sem umfjöllunarefnið var málefni hjúkrunarheimila.

Heilbrigðislausnir Origo stóðu fyrir viðburði á Grand Hóteli fyrir skömmu þar sem umfjöllunarefnið var starfsemi hjúkrunarheimila og hvernig tæknin getur nýst til að leysa áskoranir þeirra.

Á fundinum voru haldin fjölbreytt og fræðandi erindi þar sem meðal annars var sagt frá því hvernig appið Iðunn hefur bætt öryggi skráninga og einfaldað vinnu starfsmanna til muna á Hrafnistu og hvernig Sóltún setti á stofn nýja þjónustuleið fyrir aldraða þegar kemur að endurhæfingu. Þórólfur Ingi Þórsson hélt erindi um Iðunni app og framtíðarsýn Origo í lausnum fyrir hjúkrunarheimili

Arna Harðardóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Harpa Hrund Albertsdóttir, Halldór Sigurður Guðmundsson og Þórólfur Ingi ÞórssonArna Harðardóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Harpa Hrund Albertsdóttir, Halldór Sigurður Guðmundsson og Þórólfur Ingi Þórsson

Mikilvægt að nútímavæða umönnunarstörf til að laða að starfsfólk

Halldór Sigurður Guðmundsson dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands hélt erindi en hann á að baki margra ára starf í þágu aldraðra, meðal annars við rekstur hjúkrunarheimila og hefur hann unnið að stefnumótun í málaflokknum á vettvangi sveitarfélaga og ríkisins. Erindi Halldórs fjallaði um áskoranir hjúkrunarheimila þvert á Norðurlöndin og hvar Ísland stendur í þeim málum. Hann ræddi mönnunarvanda og lagði áherslu á mikilvægi þess að nútímavæða umönnunarstörf til að skapa áhugaverðan starfsvettvang og laða að fleira fagfólk. Til að takast á við þessar áskoranir eru miklir möguleikar í velferðartækninni en Halldór leggur áherslu á mikilvægi samstillts átaks í innleiðingu.

Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar og rekstrar hjá Sóltúni heilbrigðisþjónustu sagði frá opnun Sóltúns heilsuseturs sem er skammtímadvöl fyrir 67 ára og eldri. Ingibjörg telur ávinning Sóltúns heilsuseturs af notkun tæknilausna sé sá að koma til móts við mönnunarvanda sem þau standa frammi fyrir. Betri tæknilausnir auðvelda störfin og þ.a.l. þörf á færra starfsfólki telur Ingibjörg.

Þórólfur Ingi Þórsson fjallaði um vegferð og sýn heilbrigðislausna á tæknilausnum fyrir hjúkrunarheimiliÞórólfur Ingi Þórsson fjallaði um vegferð og sýn heilbrigðislausna á tæknilausnum fyrir hjúkrunarheimili

Iðunn app eykur öryggi íbúa hjúkrunarheimila

Harpa Hrund Albertsdóttir sérfræðingur í öryggis- og gæðamálum hjá Hrafnistu fjallaði um ávinning og innleiðingu á Iðunni appi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu. Origo og Hrafnista eru í samstarfsverkefni sem felur í sér þróun og innleiðingu á appinu þvert á heimili stofnunarinnar. Harpa nefndi að ávinningur appsins væri aukin yfirsýn starfsmanna, betri skráning og aðvaranir til starfsmanna á þáttum sem þarf að gæta að í hjúkrun íbúa. Þetta eykur öryggi og gæði við veitingu á heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarheimilum

Þórólfur Ingi Þórsson vörustjóri heilbrigðislausna endaði fundinn með erindi um heildarsýn Origo á lausnum fyrir hjúkrunarheimili og hlutverk hugbúnaðarfyrirtækja í þróun á lausnum fyrir heilbrigðiskerfið. 

Markmið Heilbrigðislausna Origo er að vinna náið með notendum í að leysa þeirra vandamál og þróa heildstæðar lausnir sem skapa virði fyrir viðskiptavininn og stuðla að auknu öryggi og bættri þjónustu í umönnun. Samanber samstarfs Hrafnistu og Origo á þróun á Iðunn appi.

Þórólfur Ingi Þórsson

Vörustjóri Heilbrigðislausna

Deila frétt