27/09/2021

Fólk vill meiri sjálfvirkni eftir COVID

COVID hefur gjörbreytt vinnulagi fólks og flýtt fyrir tæknilegum breytingum sem annars hefðu tekið lengri tíma. Krafan um að fólk geti unnið hvar og hvenær sem er hefur aukist til muna og hefur sú þróun ýtt enn frekar við stafrænu vöruframboði og sjálfvirknivæ...

Ásta Guðmundsdóttir, forstöðumaður framlínuþjónustu og kerfisreksturs

Fyrirtækin fæðast í skýinu

Hún segir að faraldurinn hafi gjörbreytt afstöðu fólks til þeirrar sjálfvirkni og einfaldleika sem skýjalausnir hafa yfir að ráða. „Í raun var þörfin ekki til staðar fyrr en fólk sat eitt heima í fjarvinnu þurfti það að gera breytingar á hugsunarhætti, vinnulagi og læra nýja hluti. Þessi breyting hefur fylgt fólki nú þegar það snýr aftur á skrifstofuna í meira mæli en áður. Það vill klárlega hafa tækifæri til þess að sækja lausnir þegar því hentar og án þess að þurfa setja sig inn í flókin tæknimál eða bíða eftir aðstoð frá öðrum. Svo er það hin hliðn á peningnum að mörg ný stafræn fyrirtæki hafa litið dagsins ljós í faraldrinum í kjölfar breytingar á neyslumynstri, svo sem netverslanir af ýmsum toga. Þessi fyrirtæki hafa öll fæðst í skýinu og þau vilja geta bjargað sér sjálf með stafrænum en öruggum leiðum.“

Hlusta eftir þörfum viðskiptavina

Ásta segir að þessi nýja afstaða fólks kalli á breytingar hjá tæknifyrirtækjum eins og Origo. „Við erum á fullri ferð í að þróa einfaldar lausnir fyrir viðskiptavini okkar, má þar nefna Léttskýið, sem hentar sérstaklega litlum og meðalstórum fyrirtæjum og ekki síst sprotafyrirtækjum. Lausnin er sérsniðin að þeim fyrirtækjum sem nýta sér Microsoft 365 og vilja útvista utanumhaldi á tölvubúnaði og skýjaþjónustu,“ segir Ásta.

Hún segir að Léttskýið sé afrakstur út frá djúpu samtali við viðskiptavini þar sem einfaldleiki og öryggi sé í fyrirrúmi. „Við sjáum að fyrirtæki vilja í auknum mæli einbeita sér að því sem þau kunnu best og láta aðra um tæknimálin,“ segir Ásta.

Deila frétt