28/11/2022

Notendaráðstefna Heilbrigðislausna

Notendaráðstefna Heilbrigðislausna var haldin 23. nóvember síðastliðinn. Metþáttaka var í ár en rúmlega 180 skráðu sig bæði í sal og streymi.

Þórólfur Ingi Þórsson, vörustjóri Heilbrigðislausna hjá Origo

Notendaráðstefna Heilbrigðislausna var haldin 23. nóvember síðastliðinn. Ráðstefnan er tækifæri okkar til að segja notendum frá þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að og hvað er framundan. Metþáttaka var í ár en rúmlega 180 skráðu sig bæði í sal og streymi. 

Framtíðarsýn Heilbrigðislausna

Hákon Sigurhansson, framkvæmdarstjóri Heilbrigðislausna, opnaði ráðstefnuna og Arna Harðardóttir, sölu- og markaðsstjóri Heilbrigðislausna, var fundarstjóri dagsins.

„Við höfum haldið árlega Notendaráðstefnu Heilbrigðislausna en það er frábær vettvangur fyrir okkur og okkar viðskiptavini til að koma saman og ræða þau fjölmörgu tækifæri sem eru í umhverfinu og hvernig við getum unnið að þeim saman.“

Hákon Sigurhansson

Framkvæmdarstjóri Heilbrigðislausna

Fræðandi og skemmtileg erindi 

Dagskráin samanstóð af áhugaverðum og fróðlegum erindum frá fimm sérfræðingum innan heilbrigðistæknigeirans.

  • Magnús Már Steinþórsson, vörustjóri Heilbrigðislausna hjá Origo, kynnti miðlægt lyfjakort og fræddi fundargesti um þær breytingar sem innleiðing á lyfjakortinu mun hafa í för með sér. Miðlægar lyfjaupplýsingar munu auka yfirsýn, minnka kostnað og spara verðmætan tíma heilbrigðisstarfsfólks. Aukin þróun á rafrænum lausnum í lyfjamálum hefur verið í miklum forgangi hjá Origo síðustu ár með það að markmiði að auka öryggi í lyfjagjöfum.

Magnús Már Steinþórsson, vörustjóri Heilbrigðislausna hjá OrigoMagnús Már Steinþórsson, vörustjóri Heilbrigðislausna hjá Origo
  • Helena Melax, verkefnastjóri Heilbrigðislausna hjá Origo, fór yfir miðlæga biðlista og tilvísanir. Hún útskýrði hvernig það getur hjálpað heilbrigðisfólki og stofnunum að hafa betri yfirsýn yfir starfsemi sína og á sama tíma hvernig þjónustustig skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins er aukið.

Helena Melax, verkefnastjóri Heilbrigðislausna hjá OrigoHelena Melax, verkefnastjóri Heilbrigðislausna hjá Origo
  • Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Tiro, kynnti máltæknilausn þeirra og hvaða möguleika við sjáum í að nýta máltækni inn í Sögu til að auðvelda og flýta skráningu heilbrigðisfólks.

Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri nýsköpunarfyrirtækisins TiroEydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Tiro
  • Elsa Særún Helgadóttir, verkefnastjóri Heilbrigðislausna hjá Origo, kynnti lausn sem hefur verið í þróun í samstarfi við krabbameinsdeildina á Landspítalanum. Hún sagði frá því hversu mikilvægt það er að styrkja samskiptabrúnna milli skjólstæðinga og heilbrigðisstarfólks. Það sé mikilvægt í því ferli til að valdefla einstaklinga í sinni meðferð.

Elsa Særún Helgadóttir, verkefnastjóri Heilbrigðislausna hjá OrigoElsa Særún Helgadóttir, verkefnastjóri Heilbrigðislausna hjá Origo
  • Að lokum kynnti Þórólfur Ingi Þórsson, vörustjóri Heilbrigðislausna hjá Origo, lausn sem við erum að þróa áfram í nánu samstarfi með Hrafnistu. Þar stefnum við að koma á rauntíma skráningu í allri umönnun íbúa öldrunarheimila. Þetta er gríðarstórt skref í átt að því að valdefla starfsfólk hjúkrunarheimila, auka öryggi íbúa þess og auka traust aðstandenda til umönnunaraðila þeirra nánustu. 

Þórólfur Ingi Þórsson, vörustjóri Heilbrigðislausna hjá OrigoÞórólfur Ingi Þórsson, vörustjóri Heilbrigðislausna hjá Origo

Við þökkum öllum þeim sem gáfu sér tíma til að mæta eða horfa á streymið og hlökkum til að halda fleiri og fjölbreyttar ráðstefnur á nýju ári. 

Deila frétt