26/01/2023

Origo og Fjallabyggð undirrita samstarfssamning

Origo og Fjallabyggð hafa undirritað samstarfssamning sem snýr að samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í sveitarfélaginu.

Starfsmenn heilsugæslustöðvar

Fjallabyggð var nefnt eitt af fimm dæmum um spennandi áætlanir í heilbrigðis- og velferðarþjónustu í Norðurlöndunum í skýrslu Nordic Welfare Centre.

Samþætting Heilbrigðis- og félagsþjónustu

Origo og Fjallabyggð hafa gert með sér samstarfssamning sem snýr að þróun lausnar sem stuðlar að samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í sveitarfélaginu. Félagsþjónustan mun innleiða app þar sem skráning verkefna er í rauntíma og framkvæmd með öruggum hætti. Félagsþjónustan sinnir almennri þjónustu til einstaklinga, m.a. aðstoð við athafnir daglegs lífs, félagslegum stuðningi, heimsendingar á mat, heimilisþrif og fleira. Með samþættingu verður til örugg leið fyrir heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk félagsþjónustunnar að deila þeim upplýsingum sem þörf er á og þannig auka skilvirkni og gæði þjónustu einstaklinga.

Það er virkilega ánægjulegt að skrifa undir þennan samstarfssamning við Fjallabyggð og fá tækifæri til að vinna með sveitarfélaginu í að nýta tæknilausnir okkar víðar.

Þórólfur Ingi Þórsson

Vörustjóri Heilbrigðislausna hjá Origo

Lausnin sem Fjallabyggð mun taka upp byggir á skipulagstóli og rauntímaskráningu í appi á þeirri þjónustu sem veitt er, þannig fá stjórnendur yfirsýn hvernig dagurinn er að ganga og hvort allt er áætlun, starfsfólkið sem sinnir þjónustunni hefur yfirlit yfir dagskrána sína og hvaða þjónustu það á að sinna. Ef breyting verður á dagskránni þá sést það í rauntíma í appinu.

Þórólfur Ingi Þórsson, Vörustjóri Heilbrigðislausna hjá OrigoÞórólfur Ingi Þórsson, Vörustjóri Heilbrigðislausna hjá Origo

Í þessu verkefni er verið að samþætta gögn úr heimaþjónustu heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustunnar þannig það skapist tækifæri til að taka út gögn og hafa rauntímayfirlit yfir alla þá þjónustu sem veitt er. Fjallabyggð tekur þannig mikið forystuskref í því að bæta öryggi og gæði í þeirri þjónustu sem þeir veita sínum íbúum.

Með heildaryfirsýn yfir þjónustu sem allir þjónustuveitendur veita, eykur skilvirkni og hagræði í velferðarþjónustu sveitafélagsins. Boðleiðir milli allra aðila verða skilvirkari, sem hjálpar til við að bæta umönnun og öryggi til einstaklinga sem þiggja þjónustuna. Í þessu verkefni er verið að samþætta gögn úr heimaþjónustu heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustunnar þannig það skapist tækifæri til að taka út gögn og hafa rauntímayfirlit yfir alla þá þjónustu sem veitt er. Fjallabyggð tekur þannig mikið forystuskref í því að bæta öryggi og gæði í þeirri þjónustu sem þeir veita sínum íbúum.

Deila frétt