11/05/2022

Origo og Hrafnista undirrita samstarfssamning

Origo og Hrafnista hafa undirritað samstarfssamning sem snýr að því hvernig megi nýta stafrænar lausnir til að halda sem best utan um starfsemi hjúkrunarheimila.

Þetta er liður í því að bæta umönnun íbúa Hrafnistu, samskipti við aðstandendur, ásamt því að ná fram hagkvæmni í vinnu og rekstri heimilana. Origo hefur verið framarlega í þróun á heilbrigðislausnum og hefur meðal annars þróað app-ið Smásaga fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Með notkun á Smásögu geta starfsmenn heilbrigðisþjónustu skráð upplýsingar um skjólstæðinga sína í rauntíma í gegnum snjallsíma.

Hrafnista mun taka upp Smásögu app lausn Origo og nýta hana í allri skráningu á umönnun sinna íbúa. Þetta mun auka öryggi og gæði í þeirri þjónustu sem Hrafnista veitir sínu heimilisfólki.

Arna Harðardóttir

sölu- og markaðsstjóri heilbrigðislausna Origo

Meðfram notkun Smásögu munu Hrafnista og Origo greina hvernig hægt er nýta núverandi lausnir og á sama tíma, þróa nýjar lausnir sem gefa betri sýn á þjónustu og starfsemi hjúkrunarheimila. Mikilvægur hluti af þessu samstarfi verður að þróa lausn sem hjálpar aðstandendum að eiga samskipti við hjúkrunarheimili sinna fjölskyldumeðlima. Þetta verður gert til að bæta og einfalda upplýsingaflæði þar á milli.

0:00

0:00

Við trúum því að með því að nýta stafrænar lausnir betur í okkar þjónustu  mun Hrafnista fá betri yfirsýn á vinnu og rekstur heimilanna og til framtíðar auka hagkvæmni í okkar starfi.

Gunnur Helgadóttir

framkvæmdarstjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu

Deila frétt