08/12/2022

Origo styrkir langt viðskiptasamband við Canon

Origo kynnir með stolti fyrsta Canon Business Centre (CBC) á Íslandi í samstarfi við Canon.

Höfuðstöðvar Canon

Hið nýja Canon Business Centre (CBC) verður hluti af evrópsku samfélagi sem tekur þátt í að móta nýjungar og fær aðgang að nýjum vörum og upplýsingum í allri vörulínu Canon, hvort sem um er að ræða vélbúnað, hugbúnað eða þjónustu. Þannig verður Origo enn betur í stakk búið að þjónusta fjölmarga Canon viðskiptavini Origo um allt Ísland.

Gyða Þórisdóttir, vörustjóri PC búnaðar og rekstrarvöru, Anna Gréta Oddsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum, Sesselja Þórunn Jónsdóttir, forstöðumaður búnaðarþjónustu, Jón Gunnar Jónsson, lausnaráðgjafi í prentlausnum, Elsa María Davíðsdóttir hópstjóri í búnaðarþjónustu, Jenny Walsh, Business Manager hjá Canon Europe, Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon og Sveinn Orri Tryggvason, forstöðumaður búnaðarsöluGyða Þórisdóttir, vörustjóri PC búnaðar og rekstrarvöru, Anna Gréta Oddsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum, Sesselja Þórunn Jónsdóttir, forstöðumaður búnaðarþjónustu, Jón Gunnar Jónsson, lausnaráðgjafi í prentlausnum, Elsa María Davíðsdóttir hópstjóri í búnaðarþjónustu, Jenny Walsh, Business Manager hjá Canon Europe, Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon og Sveinn Orri Tryggvason, forstöðumaður búnaðarsölu

Við erum afar stolt af því að bjóða Origo velkomið í Canon Business Center samfélag okkar. Fyrirtækið hefur verið frábær samstarfsaðili í mörg ár og við hlökkum til að taka okkar samband á næsta stig.

Robin van Stroe

European Partner Channel Director hjá Canon Europe

Canon Business Centre (CBC) eru nú starfandi í 14 mismunandi löndum víðsvegar um Evrópu, með fleiri í pípunum á næsta ári. CBC er mikilvægur hluti af vaxtarstefnu Canon til að bjóða tækniþekkingu fyrirtækisins til viðskiptavina í samstarfi við staðbundna sölu- og þjónustuaðila sem þekkja best sína markaði og viðskiptavini.

Við erum afar ánægð með að opna fyrsta CBC á Íslandi í samstarfi við Canon sem mun hjálpa okkur að þjónusta okkar viðskiptavini enn betur á öllum sviðum.

Halldór Jón Garðarsson

Vörustjóri Canon á Íslandi

„Á þessum krefjandi markaði er mikilvægt að við bjóðum upp á bestu sérsniðnu tæknilausnirnar hverju sinni til að hjálpa viðskiptavinum okkar að ná betri árangri og við höfum trú á að CBC hjálpi okkur með það,“ segir Halldór ennfremur.

Deila frétt