16/09/2021

Tækin fá aukalíf

Origo hefur samið við fyrirtækið Foxway um förgun og endurnýjun á notuðum síma- og tölvubúnaði. Foxway sérhæfir sig í endurvinnslu á raftækjum með því að gera við þau og eða nýta í varahluti sem og farga því sem ekki er hægt að nýta á sem umhverfisvænastan hát...

"​Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi við Foxway sem er leiðandi fyrirtæki í förgun og endurnýjun á gömlum raftækjum. Nú geta viðskiptavinir slegið inn upplýsingar um raftæki á borð við snjallsíma, spjaldtölvur, fartölvur, snjallúr og leikjatölvur í gagnagrunn í netverslun Origo, fengið upplýsingar um hvort tækið sé hæft til endurnýtingar og hversu mikið fæst greitt fyrir tækið. Yfir 90% hluti þeirra raftækja sem Foxway kaupir öðlast nýtt líf. Viðskiptavinir koma tækjunum sínum til okkar, við sjáum um rest og þeir fá inneignarnótu að andvirði tækisins hjá Origo," segir Sesselja Þórunn Jónsdóttir, forstöðumaður Búnaðarþjónustu hjá Origo.

"​Það eiga allir gömul raftæki ofan í skúffu sem þeir hafa ekki hent einhverra hluta vegna. Það er einfalt að frelsa gamla tækið úr draslskúffunni og gefa nýjan tilgang. Ef ekki er hægt að endurnýta tækið sjáum við til þess að því sé fargað á umhverfisvænan hátt og segja má að með þessu séu allir græða," segir Sesselja og bætir við að starfsfólk búnaðarþjónustu Origo sé búið að vera í mikilli vinnu með grænar og umhverfisvænar áherslur undanfarna mánuði.

Starfsfólk Origo gerði tilraunaverkefni á dögunum þar sem allir fóru að leita heima hjá sér að gömlum raftækjum sem falin voru ofan í skúffum og inni í skápum.

[quote]Það kom í ljós að það er mikið til eins og gamlir símar, leikjatölvur ofl. Þessar gömlu græjur starfsmanna öðluðust því nýtt líf.[/quote]

Gömlu raftækin taka þátt í hringrásarhagkerfinu með aðstoð Foxway en fyrirtækið miðar að því að minnka sóun og draga úr úrgangi með því að deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna.

Öll förgun hjá Foxway er umhverfisvæn og uppfyllir WEEE (Waste Electrical and Electronic Equipment) reglugerð frá Evrópusambandinu og öll meðhöndlun gagna er samkvæmt GDPR (General Data Protection Regulation).

Deila frétt