19/05/2022

Takmörkuð þjónusta á afgreiðslustöðum Origo um helgina

Takmarkað aðgengi að vörulager og verkstæði á föstudaginn 

Vegna malbikunarvinnu á Köllunarklettsvegi, verður aðgengi að vörulager og verkstæði Origo skert föstudaginn 20. maí.  

  • Viðskiptavinir sem þurfa að sækja vörur eru beðnir um að hafa samband í síma 516-1900 eða nota netspjall til að fá upplýsingar um afhendingu. 

  • Móttaka á vörum sem eru að koma í viðgerð fer fram í verslun Borgartúni 37. 

  • Útkeyrsla á vörum til fyrirtækja verður með óbreyttu sniði. 

Uppfærsla á netverslun Origo á föstudaginn og laugardaginn 

Það verður röskun á starfsemi verslana um helgina vegna uppfærslu á kerfum Origo.  

  • Það verður hægt að skoða vörur í netverslun Origo að venju en frá kl. 17 föstudaginn 20. maí til kl. 14 laugardaginn 21. maí verður ekki hægt að skrá sig inn eða kaupa vörur í netversluninni okkar.  

  • Það verður opið í verslun okkar Borgartúni 37 frá kl. 11-15 laugardaginn 21. maí en búast má við hnökrum á afgreiðslu. 

 Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér. 

Deila frétt