Er þitt fyrirtæki tilbúið fyrir jafnlaunavottun? < Origo

Er þitt fyrirtæki tilbúið fyrir jafnlaunavottun?

Origo hefur þróað frábærar lausnir sem hjálpa atvinnurekendum að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins og komast í gegnum vottun. Í CCQ gæðastjórnunarlausninni er jafnalaunastaðallinn (ÍST-85) innbyggður ásamt viðurkenndri aðferðafræði sem hjálpar fyrirtækjum að að skrifa verklagsreglur, hlíta kröfum og framkvæma innri úttektir. Kjarni launa- og mannauðslausnin tryggir að fyrirtæki hafi allar upplýsingar tiltækar um stöðu jafnlaunakerfisins á hverjum tíma.

Hafðu samband

Er fyrirtækið tilbúið fyrir jafnlaunavottun?

Frábærar lausnir, CCQ og Kjarni, nýtast atvinnurekendum við að koma á og viðhalda launajafnrétti á vinnustað sínum. Kynbundinn launamunur hefur verið og er enn viðvarandi vandamál á íslenskum vinnumarkaði. Í viðleitni til að taka á þessu vandamáli og tryggja launajöfnuð milli karla og kvenna, var jafnlaunavottun lögfest á Alþingi í júní 2017.

CCQ gæðastjórnunarlausn

CCQ tryggir meðal annars:

  • kerfisbundna innleiðingu jafnlaunastaðalsins og að kröfur hans séu uppfylltar.
  • markvissa skjölun, en hún getur falist í gerð ferla, verklagsreglna, vinnulýsinga og eyðublaða.
  • að verklag og aðferðir gefi skýra mynd af launaviðmiðum og að auðvelt sé að vísa í skjalfest gögn þessu til stuðnings.
  • gagnsæi launakerfisins sem er mikilvæg forsenda jafnlaunavottunar.

Nánar um CCQ

Kjarni mannauðs- og launalausn

Kjarni einfaldar alla yfirsýn og skýrslugerð varðandi launamál fyrirtækja, en Kjarni gerir stjórnendum kleift að:

  • halda utan um launagögn og kjör starfsmanna og gera vandaðar úttektir á þeim.
  • verðmeta störf eftir ábyrgð, hæfniskröfum, menntun eða reynslu, og taka út jafnlaunagreiningu með slíkri flokkun.
  • nota launagreiningu til að móta jafnlaunastefnu fyrirtækisins og setja markmið varðandi launajafnrétti kynja.
  • flokka og skila gögnum til úttektaraðila þegar kemur að jafnlaunavottun.

Nánar um Kjarna

Námskeið í boði

Fá ráðgjöf