Með númerakerfi frá Wavetec styttir þú biðtíma, afgreiðir fleiri, eykur ánægju viðskiptavina og afköst starfsmanna.
Lausnin hentar einnig vel á tímum sem þessum en hægt er að tryggja betur öryggi viðskiptavina og starfsfólks með tímabókunum á netinu, innskráningu í biðröð úr farsíma og talningu viðskiptavina í útibúum.
Stafrænt biðraðakerfi (e. enterprise virtual queue management system) er heildarþjónusta sem hentar ólíkum þörfum fyrirtækja, allt frá einföldu númerakerfi til flóknari afgreiðsluferla - jafnvel í mörgum útibúum. Kerfið gerir viðskiptavinum kleift að mæta í röð með því að taka miða í gegnum mismunandi snertifleti, t.d. sjálfsafgreiðslustanda, á vefnum, í gegnum app eða tímabókanir á netinu. Helstu kostir;
Með biðraða-appinu Mobile-Q er hægt að útrýma fjölmennum biðrýmum og hámarka flæði viðskiptavina með því að gera þeim kleift að fara í röðina áður en þeir mæta á staðinn. Viðskiptavinir geta valið í hvaða útibú þeir ætla að mæta, taka miða með einföldu appi og mæta í röðina þegar það er komið að þeim. Helstu kostir:
Númeralaus, einföld röð (e. linear queuing system) sparar kostnað og hraðar afgreiðslu í t.d. verslunum og apótekum. Viðskiptavinir koma að afgreiðsluborðinu og er kallað á næsta þegar starfsmaður ýtir á hnappinn. Helstu kostir;
Þarfir og væntingar viðskiptavina eru sífellt að breytast og því er mikilvægt að fá endurgjöf. Með ánægjumælingum færð þú upplýsingar um upplifun viðskiptavina og væntingar. Opinion Plus er háþróað kerfi sem virkar eins og brú á milli þín og þjónustunnar sem viðskiptavinir þínir vænta þess að fá. Helstu kostir;
Með SafeQ er hægt að mæla, hámarka og stýra hámarksfjölda viðskiptavina á hverjum tíma - í útibúum og verslunum eða á ákveðnum svæðum vegna Covid-19. Hentar t.d. verslunum, stórmörkuðum, verslunarmiðstöðum, sjúkrahúsum, fjármálastofnunum og opinberri þjónustu.
Með númerakerfi frá Wavetec dregur þú úr biðtíma viðskiptavina, afgreiðir fleiri og bætir um leið skilvirkni í þjónustu.
Í boði eru stöðluð og sérsniðin biðraðakerfi sem er hægt að sníða að þörfum þíns fyrirtækis. Hvort sem þú ert að leita að einföldu númerakerfi eða flóknari útfærslum þá höfum við lausnina fyrir þig. Til að mynda er hægt að samþætta hugbúnaðinn við rafrænar undirskriftir og ánægjumælingar til að bæta heildarupplifun viðskiptavina.
Lausnin hentar stórum sem smáum fyrirtækjum sem eru með útibú þar sem viðskiptavinur getur mætt og fengið þjónustu á staðnum, t.d. opinberum stofnunum, verslunum, heilbrigðisstofnunum og fjármálastofnunum.
Wavetec er alþjóðlegt fyrirtæki með yfir 27 ára reynslu í þróun biðraðakerfa og eru þeir einn stærsti framleiðandinn í heiminum í dag.
Viðskiptavinir geta pantað miða í biðröð með snjallsíma og geta þeir því sleppt því að standa í röð og fengið skilaboð í símann þegar það er komið að þeim.
Bætt þjónusta við viðskiptavini, betri notendaupplifun og meiri ánægja.
Viðskiptavinir eyða minni tíma í að bíða í röð.
Þú stýrir allri virkni miðlægt og kerfið er einfalt í notkun.
Hámarkaðu afköst og skilvirkni starfsfólks.