Booking Factory
Sprotinn sem óx
Í dag nota fleiri en þúsund hótel víða um heim Booking Factory. En fyrir örfáum árum var kerfið aðeins lítill sproti sem stakk sér upp á fjölskylduhóteli í Wales. Yngri kynslóðin kom auga á að bókanir voru tímafrekar og flóknar fyrir bæði hótel og gesti. Eldri kerfi voru þung og mistök slæddust inn þegar bókanir bárust úr öllum áttum. Það hlaut að vera til betri leið! Til að byrja með var markmiðið aðeins að sjálfvirknivæða ferlið fyrir eitt gistiheimili en þegar kerfið spurðist út kom í ljós gríðarleg þörf.
Og hélt áfram að vaxa
Í hnotskurn er Booking Factory létt alþjóðlegt bókunarkerfi, keyrt í vafra og rekið í áskrift, svo þú ert aldrei bundin inni í kerfinu. En það er bara toppurinn á ísjakanum. Í dag eru möguleikarnir til að nota kerfið nánast óteljandi. Teymi skipað reynslumiklum aðilum úr hótelrekstri og sérfræðingum með puttann á púlsinum í ferðatækni fylgist náið með þörfum fólksins í framlínunni og smíðar lausnirnar sem það kallar eftir.
Heilinn í hótelinu
Partner plan Booking Factory er viðbragð við óskum viðskiptavina eftir kerfi sem myndar í raun heilann í rekstrinum. Hér erum við þinn samstarfsaðili og höldum utan um bókanir, verðskrár, búum til reikninga og tengjumst sölurásum, kassakerfum, alþjóðlegum bókhaldskerfum og færsluhirðum. Þú sem hótelstjóri sparar tíma og fyrirhöfn, fækkar stöðugildum, og einfaldar flestar hliðar rekstrarins svo þú getir einbeitt þér að gestgjafahlutverkinu.
Vaxtarbroddu
Margir af viðskiptavinum Booking Factory byrja á því að nýta sér kjarnalausnina – bókunarkerfið – en sjá fljótlega hagkvæmnina í fleiri hlutum kerfisins. Fyrir smærri og meðalstór hótel er mikill ávinningur að því sem við köllum Center of excellence, teymi sérfræðinga sem tekur að sér tekjustýringu, yfirsýn yfir bókhald, ásýnd á vefnum og ýmis önnur verkefni sem þú hefur ekki endilega sérþekkingu innanhúss til að sinna á framúrskarandi hátt. Annar stór kostur eru opnar vefþjónustur, sem þýðir að hver sem er getur í raun smíðað tengingu við kerfið. Þannig hefur orðið til samstarf við öfluga aðila á borð við Sales Cloud, með alveg nýjum möguleikum í hótelupplifun. Ekkert nema ímyndunaraflið takmarkar möguleikana.
Tækifærin
Covid-faraldurinn reyndist ferðaþjónustunni erfiður. En á sama tíma nýttu mörg fyrirtæki gluggann þegar gestum fækkaði til að gera breytingar og taka upp hagkvæmari lausnir. Þar skipti sköpum að Booking Factory gat brugðist skjótt við þörfum viðskiptavina. Sprotahugsun og sveigjanleiki eru okkar leiðarljós; við bættum í teymið og settum þróun nýrra lausna á fullt. Reynslan sýnir okkur að það leynast tækifæri í kreppuástandi en ári eftir fall WOW Air fylgdumst við með mörgum samstarfshótelum okkar auka tekjur sínar um allt að 39%.