Betri ferðalög með tækninni
Tæknilausnir fyrir ferðaþjónustuna eru ein af sérgreinum Origo. Við nýtum sprotahugsun til að smíða lausnir byggðar á raunverulegum þörfum greinarinnar í lifandi samtali við notendur. Sjálfstæðar bílaleigur eiga um 40% íslensks bílaleiguflota en stór og þunglamaleg eldri umsjónarkerfi henta þeim illa. Það er hér sem Caren kemur inn. Kerfið er létt og skalanlegt með aðgengilegu viðmóti, það er auðvelt að læra á það og þægilegt að nota. En ekki bara það því Caren býður líka upp á spennandi möguleika fyrir þitt fyrirtæki til að skapa sér aðgreiningu og veita viðskiptavinunum þjónustu sem þeir munu tala um lengi á eftir.
Ný bílaleiguupplifun
Ef þú spyrð um upplifun fólks af því að leigja bíl er ekki ólíklegt að þú heyrir sögur af ferðalögum sem römmuð eru inn af langdregnu, leiðinlegu ferli og skriffinnsku. Með Caren getur þú gert allt ferlið sjálfvirkt – frá því að bókun berst í gegnum vefinn, þar til ferðamaðurinn sækir bílinn og skilar honum á hvaða tíma sólarhrings sem er í gegnum lyklabox sem beintengist kerfinu. Snertilaust ferli er stórt skref inn í nútímann sem einfaldar lífið bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólkið þitt. Kerfið er nógu sveigjanlegt til að bílaleigur geti byggt ofan á kerfið sínar eigin lausnir og API tengingar eftir sínum eigin óskum. Innbyggð í Caren er svo lausn sem við köllum Driver Guide. Það er þegar komin frábær reynsla á Driver Guide á Íslandi en þessi lausn sameinar það besta úr báðum heimum fyrir ferðamanninn sem vill kynnast landinu upp á eigin spýtur án þess að villast eða missa af neinu, með svokölluðum „self drive tours“.
Leiðsögumaður í farþegasætinu
Með Driver Guide er ferðamaðurinn við stjórnina. Þegar hann sækir bílinn fær hann afhenta spjaldtölvu þar sem búið er að forrita þá ferðaáætlun sem hann hefur valið sér. Síðan ekur hann einfaldlega eftir GPS leiðsögn tölvunnar. Tölvan sér ferðalöngunum fyrir þráðlausu netsambandi, í gegnum hana geta þeir fundið áhugaverða staði og bókað ferðir á leiðinni ef þeir vilja til dæmis bregða sér í reiðtúr eða upp á jökul. Driver Guide hentar öllum bílaleigum, og það er jafnvel hægt að nota án þess að vera með Caren. En fyrir húsbílaleigur fellur kerfið eins og flís við rass! Þetta endurspeglast í glimrandi umsögnum og stjörnugjöf viðskiptavina þeirra húsbílaleiga sem þegar hafa gefið Driver Guide lykilhlutverk í sinni starfsemi. Caren óskar ykkur góðrar ferðar og akið varlega!