Caren er heildarlausn fyrir bílaleigur af öllum stærðum. Bílaleigur geta nýtt sér Caren til að hámarka flotanýtingu og hafa umsjón með heildarferli bílaleigurekstrar. Caren er mest notaða bílaleigukerfið á Íslandi.
Alhliða flotastýring og nýtingarbestun fyrir flota í útleigu.
Bjóðum upp á widget, API og tilbúinn bílaleigubókunarvef með öllu.
Rafrænir leigusamningar sem viðskiptavinir geta undirritað fyrir eða við afhendingu.
Hannaðu þína eigin sjálfvirku tölvupósta til að senda viðskiptavinum fyrir og eftir leigu.
Tenging við bókhaldskerfi og sjálfvirkur flutningur reikninga og greiðslna yfir í DK.
Snjallforrit fyrir viðskiptavini til að skipuleggja ferðir og uppgötva spennandi staði á leiðinni.
Vaktaðu flotann í rauntíma og fáðu skýrslur um akstur og notkun einstakra bifreiða.
Viðhaldsskráning og dagbók fyrir þrif og þjónustu á flotanum.
Tengingar við endursöluaðila og móttöku bókana beint í bókunarkerfi bílaleigunnar.
Caren Rental gerir bílaleigum kleift að halda utan um flota, framboð, verð, tilboð og bókanir á bílaleigubílum og tengdum þjónustum. Þjónustuhluti kerfisins er frábær viðbót til að halda utan um þrif og viðhald á bílaleigubílum og þannig tryggja að bíllinn sé ávallt klár fyrir næsta viðskiptavin. Lausnin er í stöðugri framþróun og hönnuð og þróuð í takt við þarfir viðskiptavina.
Caren Web er fullbúinn og fallega hannaður bókunarvefur fyrir bílaleigur sem virkar í öllum snjalltækjum. Áskrift að Caren Web tryggir að nýjungar í Caren Car Rental skila sér jafnóðum á vefinn þinn og innleiðing á sérþróun og nýjum þjónustum verður hagkvæmari.
Caren Driver Guide er leiðsögutæki og þjónustugátt fyrir viðskiptavini bílaleiga og ferðaskrifstofa. Með leiðsögutækinu geta ferðmenn keyrt eftir tilbúnum ferðaáætlunum eða stofnað sínar eigin og fengið gagnlegar upplýsingar um afþreyingu, þjónustu og markverða staði til að heimasækja á ferð sinni um landið.
Caren Trips gerir bílaleigum og ferðaskrifstofum kleift að búa til tilbúnar ferðaáætlanir fyrir viðskiptavini sem þeir geta opnað og aðlagað í snjallforriti og vef. Caren Trips inniheldur texta og myndir með yfir 3000 áhugaverðum stöðum á Íslandi ásamt skrá yfir fyrirtæki og heimilisföng um allt land.
Caren Fleet er staðsetningarlausn fyrir bílaleigur sem veitir yfirsýn yfir flota sem nýtir Driver Guide snjallforritið. Starfsmenn bílaleiga geta átt í samskiptum við viðskiptavini með Driver Guide á meðan ferðalagi stendur og stuðlað að ábyrgri ferðamennsku með sjálfvirkum skilaboðum út frá staðsetningu ferðamanna.