Caren - heildarlausn fyrir bílaleigur < Origo

Ferðalausnir

Caren bílaleigulausn

Caren er heildarlausn fyrir bílaleigur af öllum stærðum. Bílaleigur geta nýtt sér Caren til að hámarka flotanýtingu og hafa umsjón með heildarferli bílaleigurekstrar. Caren er mest notaða bílaleigukerfið á Íslandi.

Bóka kynningu

Heildarlausn fyrir bílaleigur

Flotakerfi, bókunarkerfi, leigusamningar, reikningagerð og greiðslur í rauntíma. Sjálvirkir tölvupóstar til viðskiptavina út frá leigutíma, veflausnir og snjallforrit til að tryggja frábæra upplifun viðskiptavina frá A-Ö.

Flotastjórnun

Öflug flotastýring fyrir flota í útleigu, allt frá skráningu að endursölu bifreiða. Í boði að fylgjast með bílum í rauntíma og fá skýrslur um akstur, notkun og nýtingu einstakra bifreiða.

Viðhald

Atburðaskrá og viðhaldsáætlun fyrir þrif og þjónustu við flota. 

Bókunarvél

Við höfum lagt höfuðáherslu á að hanna söluvæna bókunarvél sem er einföld í notkun fyrir viðskiptavini bílaleiga. Bókunarvélin okkar passar á alla vefi. Bjóðum einnig upp á APIs og widget.

Snjallforrit

Snjallforritið okkar er hlaðið aðgerðum sem gefa viðskiptavinum tækifæri á að skipuleggja ferðina sína og uppgötva nýja og spennandi staði á leiðinni. Allt til að stuðla að frábærri upplifun á meðan ferðalaginu stendur.

Önnur þjónusta

Stuðningur við fjölbreytt framboð þjónustu til að auka tekjurnar enn frekar. Allt frá búnaði til trygginga eða jafnvel skipulagðra ferðaáætlana. Settu upp ferð og deildu henni með viðskiptavinum þínum.

Bóka kynningu á Caren