Caren - heildarlausn fyrir bílaleigur < Origo

Ferðalausnir

Caren bílaleigulausn

Caren er heildarlausn fyrir bílaleigur af öllum stærðum. Bílaleigur geta nýtt sér Caren til að hámarka flotanýtingu og hafa umsjón með heildarferli bílaleigurekstrar. Caren er mest notaða bílaleigukerfið á Íslandi.

Bóka kynningu

Heildarlausn fyrir bílaleigur

Flotakerfi, bókunarkerfi, leigusamningar, reikningagerð og greiðslur í rauntíma. Sjálfvirkir tölvupóstar til viðskiptavina út frá leigutíma, veflausnir og snjallforrit til að tryggja frábæra upplifun viðskiptavina frá A-Ö.

Flotastjórnun

Öflug flotastýring fyrir flota í útleigu, allt frá skráningu að endursölu bifreiða. Í boði að fylgjast með bílum í rauntíma og fá skýrslur um akstur, notkun og nýtingu einstakra bifreiða.

Viðhald

Atburðaskrá og viðhaldsáætlun fyrir þrif og þjónustu við flota. 

Bókunarvél

Við höfum lagt höfuðáherslu á að hanna söluvæna bókunarvél sem er einföld í notkun fyrir viðskiptavini bílaleiga. Bókunarvélin okkar passar á alla vefi. Bjóðum einnig upp á APIs og widget.

Snjallforrit

Snjallforritið okkar er hlaðið aðgerðum sem gefa viðskiptavinum tækifæri á að skipuleggja ferðina sína og uppgötva nýja og spennandi staði á leiðinni. Allt til að stuðla að frábærri upplifun á meðan ferðalaginu stendur.

Önnur þjónusta

Stuðningur við fjölbreytt framboð þjónustu til að auka tekjurnar enn frekar. Allt frá búnaði til trygginga eða jafnvel skipulagðra ferðaáætlana. Settu upp ferð og deildu henni með viðskiptavinum þínum.

Fjölbreyttar lausnir

Caren Rental

Caren Rental gerir bílaleigum kleift að halda utan um flota, framboð, verð, tilboð og bókanir á bílaleigubílum og tengdum þjónustum. Þjónustuhluti kerfisins er frábær viðbót til að halda utan um þrif og viðhald á bílaleigubílum og þannig tryggja að bíllinn sé ávallt klár fyrir næsta viðskiptavin. Lausnin er í stöðugri framþróun og hönnuð og þróuð í takt við þarfir viðskiptavina.

Nánar

Caren Web

Caren Web er fullbúinn og fallega hannaður bókunarvefur fyrir bílaleigur sem virkar í öllum snjalltækjum. Áskrift að Caren Web tryggir að nýjugar í Caren Car Rental skila sér jafnóðum á vefinn þinn og innleiðing á sérþróun og nýjum þjónustum verður hagkvæmari.

Caren Driver Guide

Caren Driver Guide er leiðsögutæki og þjónustugátt fyrir viðskiptavini bílaleiga og ferðaskrifstofa. Með leiðsögutækinu geta ferðmenn keyrt eftir tilbúnum ferðaáætlunum eða stofnað sínar eigin og fengið gagnlegar upplýsingar um afþreyingu, þjónustu og markverða staði til að heimasækja á ferð sinni um landið.

Nánar

Caren Trips

Caren Trips gerir bílaleigum og ferðaskrifstofum kleift að búa til tilbúnar ferðaáætlanir fyrir viðskiptavini sem þeir geta opnað og aðlagað í snjallforriti og vef. Caren Trips inniheldur texta og myndir með yfir 1.000 áhugaverðum stöðum á Íslandi ásamt skrá yfir fyrirtæki og heimilisföng um allt land.

Caren Fleet

Caren Fleet er staðsetningarlausn fyrir bílaleigur sem veitir yfirsýn yfir flota sem nýtir Driver Guide snjallforritið. Starfsmenn bílaleiga geta átt í samskiptum við viðskiptavini með Driver Guide á meðan ferðalagi stendur og stuðlað að ábyrgri ferðamennsku með sjálfvirkum skilaboðum út frá staðsetningu ferðamanna.

Bóka kynningu á Caren