CCQ < Origo

Gæðastjórnun og GDPR

CCQ (e. Cloud Compliance & Quality) er notendavæn gæðastjórnunarlausn í skýinu, sem fáanleg er í mánaðarlegri áskrift.

Kerfið gerir notendum mögulegt að nálgast gögn hvar og hvenær sem er, óháð því hvort verið er að nota tölvu, spjaldtölvu eða síma.

Fáðu frían prufuaðgang að kerfinu í 30 daga

Hver er ávinningurinn af CCQ?

GDPR innbyggt í kerfið

Búið er að samþætta GDPR reglugerðina í heild sinni inn í CCQ kerfið og auðvelt er að vísa í tilteknar greinar eða ákvæði reglugerðarinnar sem fyrirtækið þarf að uppfylla.

Betri yfirsýn

Í CCQ kerfinu er allt verklag um starfsemina skráð og gögn sett fram á skýran og skilmerkilegan hátt. Þetta einfaldar stjórnendum nálgun á mikilvægar upplýsingar og þeir fá betri yfirsýn yfir hversu vel fyrirtækið hlítir kröfum GDPR.

GAP greining

CCQ kerfið býr yfir innbyggðri virkni sem greinir hvað vantar upp á til að uppfylla kröfur GDPR. Þetta getur verið mjög gagnlegt til að átta sig á hvaða skref þurfi að stíga til frekari undirbúnings.

CCQ samanstendur af sex einingum:

Gæðahandbók

Allt sem snýr að rekstri og starfsemi fyrirtækisins er skráð í Gæðahandbók CCQ. Áhersla er lögð á rekjanleika skjala, en þau eru útgáfustýrð með innbyggðu samþykktarferli og einfalt er að setja inn tilvísanir í gæðastaðla og reglugerðir sem uppfylla þarf.

Ábendingar

Heldur utan um allar ábendingar og kvartanir sem berast frá viðskiptavinum og starfsmönnum. Allar ábendingar fara sjálfkrafa í ákveðið úrvinnsluferli.

Áhættustjórnun

Hjálpar stjórnendum að bera kennsl á þær áhættur sem steðja að og leggja mat á alvarleika þeirra og afleiðinga

Úttektir

Uppfyllir ýtrustu kröfur um framkvæmd úttekta, frávikaskráningu og úrvinnslu þeirra. Auðveldar starfsmönnum að ganga frá úttektum og frávikum.

Eignaskráning

Tryggir rétta og ítarlega skráningu á tækjum og búnaði, stuðlar að varðveislu eigna og auknu eftirliti.

Hæfnistjórnun

Notað til að kortleggja þjálfun, hæfni og þekkingu starfsmanna. Hægt að útfæra þjálfunaráætlanir og skipuleggja námskeið.

Lesborðið

Lesborðið er inngangurinn í CCQ kerfið. Þar er öllum mikilvægustu upplýsingum kerfisins safnað saman og þær birtar í mismunandi töflum, í samræmi við þau gögn sem viðkomandi notandi vill sjá.

Launajafnrétti með CCQ

Þegar jafnlaunastaðallinn er innleiddur er þess krafist að fyrirtæki skilgreini og skjalfesti jafnlaunakerfi sitt og jafnlaunastefnu. Mikið er lagt upp úr skráningu og rekjanleika þeirra gagna sem nauðsynleg eru til að staðfesta launajafnrétti kynja við vottun úttektaraðila. CCQ nýtist atvinnurekendum við að koma á og viðhalda launajafnrétti á vinnustað sínum.

CCQ tryggir meðal annars:

  • kerfisbundna innleiðingu jafnlaunastaðalsins og að kröfur hans séu uppfylltar.
  • markvissa skjölun, en hún getur falist í gerð ferla, verklagsreglna, vinnulýsinga og eyðublaða.
  • að verklag og aðferðir gefi skýra mynd af launaviðmiðum og að auðvelt sé að vísa í skjalfest gögn þessu til stuðnings.
  • gagnsæi launakerfisins sem er mikilvæg forsenda jafnlaunavottunar.

Hafðu samband við okkur