Dynamics NAV < Origo

Dynamics NAV - Sérsniðnar lausnir fyrir þig

Microsoft Dynamics NAV er viðskiptalausn sem nær yfir allan rekstur fyrirtækis. Gegnum einfalt viðmót veitir lausnin innsýn í stöðu fyrirtækisins auk þess að halda utan um kjarnaferla þess.

NAV hefur undanfarin 30 ár sannað sig sem ein hentugasta viðskiptalausn fyrir fyrirtæki sem kjósa sveigjanlega lausn sem auðvelt er að aðlagast og fljótlegt er að innleiða.

Hvað getum við gert fyrir þig?

LS NAV er fyrir:

Verslunina

 • Betri yfirsýn.
 • Ávalt með réttu vörurnar í versluninni.
 • Aukin krosssala.
 • Forðast að vörur klárist af lager.
 • Forðast rýrnun og svik.

Verslunarkeðjuna

 • Heildaryfirlit yfir vörulagerinn í öllum verslunum.
 • Miðlæg stjórnun á öllum vörum, verði og afsláttum.
 • Aukin hagkvæmni í innkaupum.
 • Einfalt að mæla árangur hverrar verslunar.
 • Miðlæg stjórnun á söluherferðum, tilboðum og sértilboðum.

Forstjórann

 • Yfirsýn og full stjórn á rekstrinum.
 • Hafðu yfirsýn yfir alla virðiskeðjuna.
 • Tækifæri til að vaxa hraðar.
 • Stjórnaðu rekstrinum óháð stað og stund.
 • Tryggir aukna viðbragðsflýi.

Fjármálastjórann

 • Heildarmynd af rekstrinum, verslunum, körfustærð og fjárhagshreyfingum.
 • Full yfirsýn yfir allar hreyfingar frá kassa inn í fjárhag.
 • Lagerhald.
 • Söluskýrslur og tölfræði.
 • Lægri kostnaður í viðhald kerfa.

Staðlaðar kerfiseiningar Dynamics NAV

Fjárhagsbókhald

Möguleikar sem ná yfir viðskiptamanna- og sölubókhalds til forðabókhalds auk almenns fjárhagsbókalds.

Verkefnastjórnun

Utanumhald yfir þau verkefni sem eru í vinnslu og dreifingu á álagi.

Lánveitanda- og Innkaupakerfi

Heldur utan um lánveitendur ásamt innkaupum, sölu og vinnslu pantana ásamt tengingu við AGR lausnina til að nýta söluspár og auka sjálfvirkni í gerð og vinnslu pantana.

Mannauðsupplýsingar

Haltu utan um helstu upplýsingar starfsmanna; svo sem tímaskýrslur og fleira.

CRM tengslastjórnun

Customer Relationship Management (CRM) gefur þér yfirsýn yfir öll samskipti og sambönd við þína viðskiptavini.

Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja

Engin takmörk á fjölda fyrirtækja í hverjum grunni.

Viðbótareiningar við aðrar kerfiseiningar Dynamics NAV

 • Bankalausn: Innheimta, afstemmingar, innborganir og útborganir.
 • Umsýsla reikninga: Samþykkt og skönnun reikninga og annara skjala (Document Capture).
 • RSK tenging: Hægt er að tengjast beint inn til RSK til að einfalda skilum á virðisaukaskatti.
 • Tenging við Þjóðskrá: Vefþjónusta sem tengist Þjóðskrá Íslands til þess að vera ávallt með réttar upplýsingar um viðskiptavini hverju sinni.
 • Launamiðar verktaka:Sendir rafrænt launamiða á verktaka sem unnið hafa fyrir fyrirtækið.
 • Tollakerfi: Heldur utan um allar tollskýrslur, verðútreikninga og fylgiskjöl innflutnings á aðgengilegan hátt.

Retail Center smáforritið

Retail Center er smáforrit (e. app) fyrir iPhone, Android og spjaldtölvur sem gefur stjórnendum möguleika á að hafa allar helstu lykilsölutölur um reksturinn í rauntíma, hvar og hvenær sem er.

Hreyfinga tölfræði

 • Hægt að greina gögn niður á búðir, deildir, dags. o.s.frv.
 • Framlegðarþróun.
 • Greining á sölukörfu.
 • Fjöldi hreyfinga.
 • Rauntíma söludreifing.

Rauntíma sölugögn

 • Yfirlit yfir dagssölu.
 • Samanburður á sölu milli tímabila.
 • Samanburður á sölu við hvaða dag sem er.
 • Sala á klukkustund.
 • Samanburður á milli verslana.
 • Fjöldi viðskiptavina.
 • Topp sala eftir flokkum, undirflokkum og einstaka vörum.

Fá ráðgjöf