Snjallbox fyrir eignaumsýslu < Origo

Snjallbox fyrir eignaumsýslu

Nýttu þér snjallbox til að geyma tæki og fá yfirsýn yfir hvaða tæki eru í notkun og hversu lengi, hvað tæki eru ekki í notkun, hvaða tæki eru biluð og hvaða tæki eru í hleðslu.

Vantar þig ráðgjöf?

Automating Warehouse Handheld Asset Management with Apex

Automating warehouse handheld asset management can reduce damage to handheld devices by as much as 40% and reduce the loss of these critical items by as much as 30%.

Einföld og örugg lausn

Þægileg lausn fyrir starfsmenn

Starfsmenn einfaldlega sækja og skila tæki í snjallboxið. Ef þarf að hlaða tæki er auðvelt að gera það í snjallboxinu.  Einnig er hægt að láta vita hvort tæki sé bilað. Mjög fljótlegt er að sækja og skila tæki.  Starfsmannakort er skannað og skápur opnast.  Afgreiðsla tekur innan við 30 sek.

Trajectory Cloud™ skýjalausn

Öll gögn fara í gegnum  sérstaka skýjalausn í rauntíma sem gerir það að verkum að einfalt er að fylgjast með öllum tækjum, notkun þeirra og stöðu.  Sérstök vinnuflæði eru sett upp eftir þörfum notenda þannig að þeir fái sem mest út úr lausninni og arðsemi hennar verði sem mest

Skilvirkari utanumhald eigna:

Skráð hver er með tæki

Þar sem starfsmenn auðkenna sig með starfsmannakorti (RFID) er einfalt að rekja hvaða starfsmaður er með hvaða tæki.

Skráð hvort tæki sé í skáp eða ekki

Hægt er að fá skýrslur um stöðu á skáp á hvaða tíma sem er, en sjálfkrafa er hægt að senda upplýsingar um stöðu skáps og tækja á hverjum degi.  Þannig er t.d. hægt að sjá strax hvort starfsmaður hafi merkt tæki sem bilað.

Hægt að merkja tæki bilað þegar því er skilað

Starfsmenn eru því alltaf að nota tæki sem eru í lagi.

Hægt að hlaða tæki sem þurfa hleðslu

Skápa er hægt að útbúa með hleðslutækjum þannig að hægt sé að hlaða tæki sem þess þurfa án þess að fara með þau annað.

Hægt að stýra aðgangi að tækjum

Eingöngu þeir sem þurfa tæki, geta opnað skápinn.  Einnig er hægt að stýra aðgangi að tækjum, þannig að sami starfsmaður geti ekki haft mörg tæki í notkun í einu.

Auðkenning í gegnum starfsmannakort (RFID)

RFID skanni er á skáp þannig að auðvelt sé að tengja starfsmannakort við lausnina.

Fá ráðgjöf